Beint í efni
O3

Geitafellsbjörg

Falleg hringleið um Geitafellsbjörg sem veitir gott útsýni yfir Hoffellsjökul og lónið fyrir framan hann.

Veglengd
5,6 km
Áætlaður tími
2-3 klst.
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
300 m
Tegund
Hringleið
Upphaf gönguleiðar
Bílastæði við Hoffellslón

Þessi ganga hefst á sama hátt og gangan í kringum Húsberg. Þ.e. gengið er í norðaustur frá bílastæði framan við Hoffellsjökul, og upp birki og lyngi vaxna brekku. Í stað þess að ganga niður hálsinn austanmegin, er beygt til vinstri efst á hálsinum og gengið í norðvestur um Geitafellsbjörg. Með því fæst mjög gott útsýni yfir Hoffellsjökul. Haldið er áfram í átt að Efstafellsgili, þaðan sem leiðin liggur í átt að gömlum vegslóða sem bændur nota í smalamennsku. Best er að fylgja honum aftur niður á sléttlendið. Þegar komið er niður er annað hvort hægt að fara aftur yfir hálsinn norðan Húsbergs, eða ganga með fram því. Hið síðarnefnda lengir leiðina um ca. 0,5 km.

Kortabæklingur