Beint í efni
E3

Heinabergsbær

Gengið er frá bílastæði sunnan við Heinabergsfell, um grasi grónar kindagötur heim að rústum bæjarins að Heinabergi. Á leiðinni er gengið framhjá tjörnum og rústum gamalla útihúsa. Snemmsumars má stundum sjá óðinshana og aðra smáfugla á tjörnunum. Sama leið er gengin til baka.

Vegalengd
0,9 km
Áætlaður tími
20 mín
Erfiðleikastig
Auðveld
Hækkun
20 m
Tegund
Fram og til baka
Upphafsstaður
Bílastæði við Heinabergsbæ

Kortabæklingur