Hrafnhildur og Steinunn Hödd ráðnar þjóðgarðsverðir
Fréttir
21.09.2021
Þær Hrafnhildur Ævarsdóttir og Steinunn Hödd Harðardóttir hafa verið ráðnar sem þjóðgarðsverðir á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Fyrir var ein staða þjóðgarðsvarðar á svæðinu en í lögum þjóðgarðsins var heimild til ráðningar tveggja. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti tillögu svæðisráðs suðursvæðis á fundi þann 21. júní síðastliðinn um að auglýsa störf tveggja þjóðgarðsvarða fyrir svæðið, öðrum með aðsetur í Skaftafelli og hinn með aðsetur á Höfn.
Lesa meira