Fréttir

Hrafnhildur og Steinunn Hödd ráðnar þjóðgarðsverðir

Þær Hrafnhildur Ævarsdóttir og Steinunn Hödd Harðardóttir hafa verið ráðnar sem þjóðgarðsverðir á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Fyrir var ein staða þjóðgarðsvarðar á svæðinu en í lögum þjóðgarðsins var heimild til ráðningar tveggja. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti tillögu svæðisráðs suðursvæðis á fundi þann 21. júní síðastliðinn um að auglýsa störf tveggja þjóðgarðsvarða fyrir svæðið, öðrum með aðsetur í Skaftafelli og hinn með aðsetur á Höfn.
Lesa meira

Hraðhleðslustöð í Ásbyrgi

Ný hraðhleðslustöð fyrir rafbíla var tekin í notkun við Gljúfrastofu í Ásbyrgi þann 15. september.. Stöðin er rekin af Orku náttúrunnar (ON) og er boðið upp á þrjár gerðir af hleðslum: 50 kW DC-CCS, 50 kW DC-CHAdeMO og 43 kW AC. Til að hlaða þarf viðskiptalykil frá ON.
Lesa meira

Sumarbráðnun Breiðamerkurjökuls ljósmynduð

Í sumar var komið upp myndavél við austurjaðar Breiðamerkurjökuls sem tekur reglulega myndir af sama stað á jöklinum. Fyrstu niðurstöður sýna vel breytingar á jökuljaðrinum á ekki lengra tímabili en sex vikum.
Lesa meira

Fleiri gestakomur í Ásbyrgi í júlí og ágúst en fyrir Covid-19

Nýgerð samantekt á gestakomum yfir sumarið á fjölsóttustu áningarstöðum Vatnajökulsþjóðgarðs sýnir að fjöldi gesta í Ásbyrgi var meiri í júlí og ágúst síðastliðnum en í sömu mánuðum árið 2019. Sunnan jökuls voru um 20% prósent færri gestir í sömu mánuðum miðað við fyrir Covid.
Lesa meira

Akstursskemmdir í Vonarskarði

Seinni hluta ágústmánaðar hafa einhverjir ekið í Vonarskarði. Skarðið er hluti Vatnajökulsþjóðgarðs, fágæt náttúruperla sem liggur milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls og er, samkvæmt Stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins, vettvangur göngufólks.
Lesa meira

Gerð nýs landlíkans af Vatnajökli með gervihnattamyndum

Veðurstofa Íslands, Landmælingar Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, í samvinnu við fleiri aðila innlenda sem erlenda, vinna nú að gerð nýs landlíkans af Vatnajökli og fleiri jöklum landsins. Landlíkanið er unnið út frá gervihnattamyndum og hafa fyrstu myndirnar úr verkefninu litið dagsins ljós.
Lesa meira

Náttúrustofur með 17 rannsóknarverkefni innan Vatnajökulsþjóðgarðs

Samstarf Vatnajökulsþjóðgarðs við vísindasamfélagið er bæði lögbundið og afar verðmætt. Árlega er unnið að fjölþættum rannsóknum í síkvikri náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs meðal annars af náttúrustofum á nærsvæðum þjóðgarðsins. Það sem af er þessu ári hafa verið gefin út 58 rannsóknarleyfi innan þjóðgarðsins og þar af eru 16 leyfi til landshlutabundinna náttúrustofa.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið – ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir árið 2020 hefur verið gefin út. Í ávarpi framkvæmdastjóra kemur m.a. fram að árið 2020 hafi verið þungt í skauti vegna COVID-19 heimsfaraldursins sem hafði gríðarleg áhrif á líf, störf og ferðalög fólks um allan heim. Engu að síður gékk starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs vel á árinu 2020. Einn árangursmælikvarði er jákvæð niðurstaða ársreiknings síðustu þrjú árin og með 21 m.kr afgangi fyrir árið 2020. Annar mikilvægur mælikvarði er starfsánægja, en á árinu 2020 lenti Vatnajökulsþjóðgarður í 15. sæti af 41 stofnun í flokki meðalstórra stofnana í könnun stéttarfélagsins Sameykis um stofnun ársins.
Lesa meira

Umfjöllun í morgunþætti CBS um skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs á Heimsminjaskrá

Fyrir rúmum tveimur árum, þann 5. júlí 2019 var Vatnajökulsþjóðgarður samþykktur á Heimsminjaskrá Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Samþykktin er staðfesting á einstökum náttúruminjum þjóðgarðsins og gildi þeirra fyrir mannkyn allt. Skráning á Heimsminjaskrá vekur athygli út fyrir landssteinana og haustið 2019 komu þáttagerðarmenn frá bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS til landsins til að safna efni um skráningu svæða á skrána og tóku m.a. viðtal við þjóðgarðsvörð á suðursvæði. Heimsfaraldur Covid19 gerði það að verkum að birtingu efnisins var frestað og var ekki sett í loftið fyrr en í júlí á þessu ári.
Lesa meira

Jökulsporðar hopuðu árið 2020 og landið rís á Höfn í Hornafirði

Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um aldarfjórðung og er rýrnun þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburður um hlýnandi loftslag hérlendis. Í nýútgefnu fréttabréfi verkefnisins Hörfandi jöklar kemur fram að flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um u.þ.b. 800 km² síðan árið 2000 og meira en 2200 km² frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Til samanburðar má benda á að Stór-Reykjavíkursvæðið þekur um 1.000 km2. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um u.þ.b. 40 km² árlega að meðaltali, eða sem samsvarar flatarmáli Mývatns. Verkefnið Hörfandi jöklar er samvinnuverkefni Veðurstofu Íslands, Jöklahóps Jarðvísindastofnunar Háskólans, Náttúrustofu Suðausturlands og Vatnajökulsþjóðgarðs, fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?