Beint í efni

Opið fyrir umsagnir við 3. útgáfu Stjórnunar- og verndaráætlunar

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglýsir til kynningar tillögu að breytingum á Stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins, á grundvelli 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007.

21. maí 2021

Breytingatillagan nær til ákvæða um loftför, tjöldun, þjónustusvæði, vegi, gönguleiðir, smávirkjanir, verndarsvæði og nýmyndanir. Einnig eru texti og kort í einstökum köflum uppfærð vegna lagabreytinga eða stækkunar þjóðgarðsins. Við tillögugerðina var lögð áhersla á að fjalla einungis um afmörkuð atriði, þar sem heildarendurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun stendur fyrir dyrum.

Tillagan er aðgengileg til og með 9. ágúst 2021 og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér efni hennar. Lögbundnum umsagnaraðilum og skilgreindum hagsmunaaðilum er send tillagan í tölvupósti.

Hér vantar hlekk: [Allar upplýsingar má nálgast hér].