Beint í efni

Viltu starfa í þjóðgarði í sumar? - Sumarstörf fyrir námsmenn

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir fjögur viðbótar sumarstörf fyrir námsmenn í gegnum átak Vinnumálastofnunar.

12. maí 2021

Störfin eru opin öllum námsmönnum 18 ára og eldri. Um er að ræða tvær stöður þjónustufulltrúa og tvær stöður landvarða. Umsækjendur eru beðnir um að taka fram sínar óskir um starfsöð þar sem þær koma flestar til greina.

Nánari upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og umsóknarform má nálgast hér á vef Vinnumálastofnunar.

Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins. Að staðaldri eru tæplega 30 manns við starf hjá þjóðgarðinum en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi yfir 100. Meginstarfsstöðvar eru í Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustri/Fellabæ, Höfn í Hornafirði, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri auk miðlægrar skrifstofu á Urriðaholti í Garðabæ.

Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.

Störf landvarða hjá Vatnajökulsþjóðgarði eru fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg en hlutverk og verkefni geta verið með ólíkum áherslum eftir starfsstöðvum. Landverðir sinna miðlun upplýsinga og skipulagðri fræðslu til þeirra sem sækja þjóðgarðinn og gestastofur hans heim, sinna eftirliti og vöktun náttúrufars. Einnig þurfa þeir að vera tilbúnir að sinna almennum afgreiðslustörfum, ræstingum og öðrum tilfallandi verkefnum,

Þjónustufulltrúar starfa við afgreiðslu og upplýsingagjöf, afgreiðslu og umhirðu á tjaldsvæðum þar sem það á við, ræstingar og önnur tilfallandi verkefni.

Hér má nálgast almennar upplýsingar um störf hjá Vatnajökulsþjóðgarði.