Beint í efni

OK365 símagátt tekin í notkun

Vatnajökulsþjóðgarður hefur nú tekið í notkun svokallaða OK365 símagátt. Hér er um að ræða símkerfi í Microsoft Teams sem er innbyggt í Office365.

5. maí 2021

Með kerfinu er hægt að hringja talsímtöl í venjuleg símanúmer óháð því hvort hringt er í Teams notendur eða ekki.

Microsoft Teams er öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar við skipulag hópa og verkefni en heldur einning utan um fundarboð, dagatal, skjöl og stýringu verkefna. OK365 símgáttinn býður upp á einföldun í rekstri, m.a. með því að fækka kerfum sem stofnunin hefur í rekstri, einfaldari uppsetningu á útstöðvum og eins er ekki þörf á borðsímum og snúrum þeim tengdum. Opin Kerfi, Origo og Umbra – þjónustumiðstöð stjórnarráðssins unnu að uppsetningu kerfisins fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Allar starfsstöðvar þjóðgarðsins hafa tekið kerfið í notkun. Þar sem þess gerist þörf hafa verið sett upp tölvusímar, m.a. í gestastofum þjóðgarðsins. Rétt er að benda á að komi til þess að ekki náist samband við gestastofur eða starfsmenn þjóðgarðsins að þá er Vatnajökulsþjóðgarður með þjónustusamning við Ritara.is sem taka við skilaboðum og koma þeim í réttan farveg.

Með innleiðingu á þessu nýja kerfi er stigið skref í átt að bættri upplýsingamiðlun og skilvirkari boðleiðum sem kemur til með að bæta þjónustu Vatnajökulsþjóðgarðs, bæði gagnvart starfsmönnum og notendum þjóðgarðsins.