Fréttir

Afleiðinga Skaftárhlaups gætir víða

Skaftárhlaup hófst föstudaginn 3. ágúst og er nú lokið skv. upplýsingum frá Veðurstofu. Hinsvegar eru afleiðingar þess enn vel sýnilegar á bökkum Skaftár, m.a. við Hólaskjól, á Skælingum og við Sveinstind.
Lesa meira

Hátíðisdagur á vestursvæði – Með landvörðum í Laka

Sunnudaginn 22. júlí bauð starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs íbúum Skaftárhrepps, vinum þeirra og vandamönnum, í heimsókn í Lakagíga. Markmiðin með heimboðinu voru að gefa heimamönnum tækifæri til að; sjá hvernig dagurinn gengur fyrir sig á Lakagígasvæðinu, skoða þá uppbyggingu sem garðurinn hefur staðið fyrir, fá fræðslu bæði um svæðið og starfsemina, njóta náttúrufegurðarinnar á hálendinu sínu og eiga skemmtilegan dag saman.
Lesa meira

Endurskoðun á gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs

Vatnajökulsþjóðgarði eins og öðrum ríkisstofnunum ber að endurskoða og yfirfara gjaldskrá sína með reglubundnum hætti í takt við verðlagsbreytingar og kostnað vegna þjónustunnar sem veitt er. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fer yfir og samþykkir tillögur að breytingum á gjaldskránni og síðan er hún send umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til yfirferðar og birtingar.
Lesa meira

Viðbrögð stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs vegna yfirvofandi náttúruhamfara við Svínafellsjökul

Á fundi stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs þann 12. júlí 2018 var fjallað um aðgerðir vegna mögulegra náttúruhamfara við Svínafellsjökul í Öræfum. Viðbrögðin snúa bæði að því að tryggja sem best öryggi ferðamanna og almennings og gagnvart fyrirtækjum sem hafa verið með atvinnustarfsemi á Svínafellsjökli en hafa þurft frá að hverfa vegna yfirvofandi hættu.
Lesa meira

Umfjöllun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs vegna umsókna um leyfi til að stunda siglingar á Jökulsárlóni

Jökulsárlón við rætur Breiðamerkurjökuls er ein af helstu náttúruperlum Íslands og þangað koma fjölmargir íslenskir og erlendir ferðamenn ár hvert. Mikið álag er á svæðinu bæði vegna fjölda ferðamanna og vegna ásóknar fyrirtækja sem vilja veita ferðamönnum þjónustu s.s. með siglingum á lóninu.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður á tímamótum

Vatnajökulsþjóðgarður er tíu ára um þessa mundir og því má segja að hann hafi slitið barnsskónum og framundan séu unglingsárin. Þjóðgarðurinn, sem er einn sá stærsti í Evrópu, spannar tæp 14% af flatarmáli Íslands og nær yfir Vatnajökul og stór svæði í nágrenni hans, þar á meðal þjóðgarðana sem fyrir voru í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum.
Lesa meira

Nýr kortabæklingur fyrir Jökulsárgljúfur

Fyrir skömmu kom út nýr kortabæklingur fyrir Jökulsárgljúfur og er hann verulega bættur frá fyrri útgáfu. Kort af Jökulsárgljúfrum er í stærri upplausn og það sama á við um sérkort af Ásbyrgi, sem auk þess nær yfir mun stærra svæði en áður.
Lesa meira

Nýtt upplýsingahús á tjaldsvæði Ásbyrgis

Í gær var tekið í notkun nýtt upplýsingahús á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi. Húsið hefur fengið nafnið Álfhóll og er ætlunin að nýta það til að bæta þjónustu við gesti tjaldsvæðisins.
Lesa meira

Viðvörun vegna ferða á Svínafellsjökul

Sprungur í Svínafellsheiði – Viðvörun 22.06.2018 frá lögreglunni á Suðurlandi, sveitarfélaginu Hornafirði, Vatnajökulsþjóðgarði og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að höfðu samráði við Veðurstofu Íslands
Lesa meira

Magnús Guðmundsson nýr framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur sett Magnús Guðmundsson tímabundið sem framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Magnús hefur gegnt starfi forstjóra Landmælinga Íslands frá árinu 1999.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?