Fréttir

Málþing 25. mars - Víðerni í víðum skilningi

Hvað eru víðerni? Af hverju skipta þau máli? Hversu mikilvæg eru íslensk víðerni í alþjóðlegu samhengi? Hver eru gildi víðerna fyrir Íslendinga? Stofnun Sæmundar Fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands stendur fyrir málþingi um víðerni í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð. Málþingið verður haldið í Norræna húsinu 25. mars frá kl. 10-16 en verður einnig í beinu streymi.
Lesa meira

Yfirlýsing frá stjórn Norrænu heimsminjasamtakanna

Stjórn Norrænu heimsminjasamtakanna fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og krefst þess að innrásinni, þjáningum manna og manntjóni verði hætt tafarlaust. UNESCO er Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Frá upphafi hefur stofnunin reynt að stuðla að friði með alþjóðlegu samstarfi á sviði menntunar, vísinda og menningar.
Lesa meira

Meirihluti áfangastaða innan Vatnajökulsþjóðgarðs fá græna einkunn 2021

Annað árið í röð hefur Vatnajökulsþjóðgarður unnið mat á ástandi áfangastaða í samvinnu við Umhverfisstofnun og Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Alls voru teknir út 148 áfangastaðir og þar af voru 24 innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Átján áfangastaðir innan Vatnajökulsþjóðgarðs, eða 75% staðanna, fengu 8 eða hærra í heildareinkunn og teljast því grænir áfangastaðir sem standa sig vel. Árið 2020 voru 65% áfangastaða Vatnajökulsþjóðgarðs með græna einkunn.
Lesa meira

Greining á þörfum og framtíðarsýn á húsnæðismálum Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn

Á stjórnarfundi Vatnajökulsþjóðgarðs sem haldinn var í Hoffelli 22. febrúar s.l. skrifuðu Vatnajökulsþjóðgarður og Sveitarfélagið Hornafjörður undir samstarfsyfirlýsingu um greiningu á þörfum og framtíðarsýn á húsnæðismálum Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn. Fyrirhugað er að skoða bæði þarfir fyrir skrifstofu- og sýningarhúsnæði.
Lesa meira

Fréttabréf vestursvæðis komið út

Árlegt fréttabréf vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs er komið út og hægt er að lesa það á vefnum.
Lesa meira

Vísindamenn NASA við rannsóknir norðan Vatnajökuls

Undanfarin ár hefur vísindafólk á vegum NASA (e. National Aeronautics and Space Administration) komið til rannsókna og æfinga á hálendið norðan Vatnajökuls og dvalið í tjaldbúðum við Drekagil, nærri Öskju. Síðastliðið sumar kom hópur vísindamanna, verkfræðinga og geimfara frá NASA í rannsóknarleiðangur á svæðið, og sinnti þar margvíslegum rannsóknum.
Lesa meira

Varða – Afrakstur vinnustofu á Breiðamerkursandi

Í september síðastliðnum var haldin vinnustofa á Breiðamerkursandi á vegum Vörðu verkefnisins. Afrakstur þessarar vinnustofu var skjal með hugmyndum og ráðleggingum franskra ráðgjafa í vinnustofunni.
Lesa meira

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði eru laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til og með 14. febrúar. Auglýst er eftir landvörðum, þjónustufulltrúum og verkamönnum. Sótt er um í gegnum vef Starfatorgs:
Lesa meira

Nýtt skipulag skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs

Þann 1. febrúar tók gildi nýtt skipulag á miðlægri skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs og hefur henni verið skipt í þrjú svið, Fjármála- og framkvæmdasvið, Mannauðs- og fræðslusvið og Stjórnsýslusvið. Um leið breytast störf fjármálastjóra, mannauðsstjóra og lögfræðings í að verða sviðsstjórar þessara sviða.
Lesa meira

Aukin starfsemi og bætt aðstaða starfsmanna á Breiðamerkursandi

Jökulsárlón er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum Íslands en árið 2018 er áætlað að allt að 840.000 gestir hafi heimsótt svæðið. Árið 2021 er talið að um 460.000 gestir hafi heimsótt Jökulsárlón, eða tæplega 70% af þeim 688.000 gestum sem heimsóttu Ísland á árinu. Uppbygging innviða á svæðinu er í fullum gangi, en á síðustu 2 árum hafa verið gerð bílastæði í bæði eystri- og vestari Fellsfjöru. Á árinu 2022 er áætlað að sett verið upp innkomutorg á austanverðum Breiðamerkursandi, nýtt bílastæði við Nýgræðuöldur, og vinna við hönnun fráveitumannvirkja og salernishúsa er í fullum gangi.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?