Beint í efni

Laust starf: Mannvirkjafulltrúi

Vatnajökulsþjóðgarður leitar að skipulögðum og drífandi einstaklingi í starf mannvirkjafulltrúa í miðlægri stoðþjónustu þjóðgarðsins.

27. desember 2023

Vatnajökulsþjóðgarður leitar að skipulögðum og drífandi einstaklingi í starf mannvirkjafulltrúa í miðlægri stoðþjónustu þjóðgarðsins. Starfsmaðurinn mun hafa umsjón með byggingaframkvæmdum og uppbyggingu innviða í þjóðgarðinum. Meginstarfsstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs eru staðsettar á Höfn í Hornafirði, í Skaftafelli, á Kirkjubæjarklaustri, í Mývatnssveit, Ásbyrgi og á Skriðuklaustri.

Mannvirkjafulltrúi tilheyrir sviði fjármála og framkvæmda og er næsti yfirmaður sviðsstjóri.

Starfið er auglýst án staðsetningar en gert er ráð fyrir að starfsstöð mannvirkjafulltrúa verði á einni af starfsstöðvum þjóðgarðsins og möguleiki er á annarri staðsetningu starfsstöðvar í nágrenni þjóðgarðsins ef um það næst samkomulag og til staðar er hentug aðstaða.

Sótt er um starfið á Starfatorgi og er umsóknarfrestur til og með 09.01.2024

Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná vef Starfatorgs.

Ýttu hér fyrir nánari upplýsingar og umsókn