Laust starf: Lögfræðingur
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings í miðlægri stoðþjónustu þjóðgarðsins.
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Fvatnajokulsthjodgardur%2Ff5090fd1-f287-475f-80a1-6529596f4b3f_Lakag%25C3%25ADgar.png%3Fauto%3Dformat%26crop%3Dfaces%252Cedges%26fit%3Dcrop%26w%3D1640%26h%3D820&w=3840&q=80)
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings í miðlægri stoðþjónustu þjóðgarðsins. Leitað er að drífandi einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni sem unnin eru þvert á starfsstöðvar þjóðgarðsins. Meginstarfsstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs eru staðsettar á Höfn í Hornafirði, í Skaftafelli, á Kirkjubæjarklaustri, í Mývatnssveit, Ásbyrgi og á Skriðuklaustri.
Starfið tilheyrir sviði stefnu og starfshátta. Gert er ráð fyrir að starfsstöð lögfræðings verði á einni af starfsstöðvum þjóðgarðsins en möguleiki er á annarri staðsetningu starfsstöðvar í nágrenni þjóðgarðsins ef um það næst samkomulag og til staðar er hentug aðstaða, t.d. hjá öðrum ríkisstofnunum eða sveitarfélögum.
Sótt er um starfið á Starfatorgi og umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember.