Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Jökulsporðamælingar á Skeiðarárjökli

Skeiðarárjökull hefur hopað um 59 metra á rúmu ári

30. nóvember 2023
Við Skeiðarárjökul, Færisnes og Jökulfell. Mynd Ragnar Frank Kristjánsson
Við Skeiðarárjökul, Færisnes og Jökulfell. Mynd Ragnar Frank Kristjánsson

Skeiðarárjökull hopað um 59 metra á rúmu ári

Þann 17. október var Skeiðarárjökull mældur af þeim Ragnari Frank Kristjánssyni fyrrum þjóðgarðsverði í Skaftafelli og dóttur hans og Írisi Ragnarsdóttur Pedersen. En Ragnar hefur ásamt fjölskyldu sinni sinnt sporðajökulmælingum á Skeiðarárjökli og Morsárjökli síðan 1999. Jökuljaðarinn var síðast mældur þann 6. September 2022 og hefur síðan þá hopað um heila 59 metra.

Duglegir jökulsporðamælingahundar, Blika og Lísa. Mynd Ragnar Frank Kristjánsson.

Sporðamælingar eru framkvæmdar af sjálfboðaliðum í Jöklarannsóknafélagi Íslands og vakta mælingarnar breytingar á jökulsporðum, hvort þeir hopa eða gagna fram. Um 40 jökulsporðar eru mældir reglulega um allt land og eru mælingarnar ein besta heimild um til er um jöklarbreytingar á Íslandi á 20. öld.

Nánar um sporðamælingar á vef Jöklarannsóknafélagsins hér.

Hörfandi jöklar

Einn tíundi hluti Íslands er hulinn jöklum. Vegna hlýnunar loftslagsins hopa þeir hratt og sumir hafa horfið á síðasta áratug. Á vef þjóðgarðsins má nálgast fræðsluefni sem er hluti af verkefninu Hörfandi jöklar og hér finnur þú upplýsingar um rannsóknir, fræðin og afleiðingar hörfandi jökla.

Skoða fræðsluvefinn Hörfandi jöklar