Beint í efni

Hulda María ráðin til starfa á hálendi norðursvæðis

Hulda María Þorlákssdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur á hálendi norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

14. september 2023

Hulda María Þorlákssdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur á hálendi norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hulda María er með BS í ferðamálafræði, MT í kennarafræðum, diplómu í viðburðastjórnun og landvarðaréttindi.

Hún hefur víðtæka reynslu af landvörslu, bæði við Mývatn fyrir Umhverfisstofnun og undanfarin sumur af hálendinu norðan Vatnajökuls.

Hulda hefur starfað sem stuðningsfulltrúi í Reykjahlíðarskóla og lagt áherslu á útikennslu í námi og starfi, unnið í ferðaþjónustu í heimabyggð, er í björgunarsveitinni Stefáni og slysavarnardeildinni Hring. Hún er fædd og uppalin í Mývatnssveit og býr á Skútustöðum.

Starf sérfræðings á norður-hálendi þjóðgarðsins er með aðsetur í gestastofunni Gíg í Mývatnssveit og snýr að miklu leiti að rekstri og mótun gestastofunnar, í nánu samstarfi við Umhverfisstofnun. Starfsstöðvar á hálendi norðursvæðis eru gestastofan Gígur í Mývatnssveit, Askja og Herðubreiðarlindir og starf sérfræðings heyrir beint undir þjóðgarðsvörð á svæðinu.

Vatnajökulsþjóðgarður býður Huldu Maríu hjartanlega velkomna í nýtt starf hjá þjóðgarðinum.