Fréttir

Drög að breytingum á reglugerð - Tæknilegir gallar

Fyrr í mánuðinum sendi Umhverfis- og auðlindaráðuneytið frá sér drög að breytingum á reglugerð Vatnajökulsþjóðgarðs. Vegna tæknilegra galla á drögum er tengilinn ekki lengur aðgengilegur. Upplýsingar verða sendar út þegar drögin verða aftur aðgengileg.
Lesa meira

Takmarkanir á umferð á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Vatnajökulsþjóðgarður tilkynnir um takmarkanir á umferð á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Annars vegar er um að ræða lokun fyrir umferð, nema í vísindalegum tilgangi, út í eyju í Jökulsárlóni. Hins vegar er um að ræða tímabundna lokun fyrir vetrarakstri vélknúinna ökutækja á svæði á austanverðum Breiðamerkursandi. Auglýsing þessa efnis var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 28. febrúar síðastliðinn.
Lesa meira

Endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur auglýst tillögu að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.
Lesa meira

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði

Senn styttist í að umsóknarfrestur vegna sumarstarfa í Vatnajökulsþjóðgarði renni út. Um er að ræða störf í landvörslu og ýmsum öðrum hlutverkum, og skiptast þau á milli fjölmargra starfstöðva vítt og breitt um þjóðgarðinn.
Lesa meira

Kaffiterían í Skaftafelli lokuð

Kaffiterían í Skaftafelli verður lokuð vegna veðurs sunnudaginn 11.febrúar.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður hafi gildi fyrir allt mannkyn

Vatnajökulsþjóðgarður og hluti gosbeltisins verða tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirrituðu í dag tilnefninguna fyrir hönd íslenska ríkisins. Umsóknin verður afhent heimsminjaskrifstofu UNESCO í París miðvikudaginn 31. janúar 2018.
Lesa meira

Yfir 400 þúsund gestir við Dettifoss í fyrra

Starfsmenn Háskóla Íslands og Vatnajökulsþjóðgarðs hafa um árabil sinnt mælingum á helstu áfangastöðum innan þjóðgarðsins. Frumniðurstöður fyrir árið 2017 liggja nú fyrir og sýna þær enn og aftur mikla fjölgun ferðamanna við Dettifoss. Árið 2017 var heildartala þeirra 414.609, samanborið við 339.431 árið á undan. Nemur aukningin 22,1 prósenti.
Lesa meira

Gestastofa og veitingsala í Skaftafelli lokuð í dag vegna rafmagnsleysis

Loka þarf gestastofu og veitingasölu í Skaftafelli í dag, 19. desember, vegna viðhalds á rafmagnslínum. Lokunin varir a.m.k. milli 11.00-15.00 og lengur ef ekki næst að koma á rafmagni á tilsettum tíma. Upplýsingar um rafmagnsleysið bárust seint og beðist er velvirðingar á þeirri truflun sem þetta kann að valda gestum okkar.
Lesa meira

Orka náttúrunnar opnar hlöðu við Jökulsárlón

Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón.
Lesa meira

Hörfandi jöklar - Fræðslubæklingur

Á dögunum kom út fræðslubæklingur á vegum verkefnisins Hörfandi jöklar. Bæklingurinn gefur innsýn í þá breytingar sem hlýnandi loftslag hefur á skriðjökla Vatnajökuls. Líta má á svæðið sem lifandi kennslustofu í loftlags – og jöklabreytingum. Í kólanandi loftslagi ryðjast jöklar fram, grafa djúpa dali og eyða grónu landi. Þegar hlýnar hopa þeir og skilja eftir sig urðir, vötn og sanda sem smám saman glæðast lífi á ný. Bæklingurinn er á íslensku og ensku og má nálgast í gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?