Fréttir

Fjöldi ferðamanna í Jökulsárgljúfrum nær óbreyttur milli ára

Nýjar tölur úr teljurum í Jökulsárgljúfrum gefa til kynna að gestakomur sumarið 2019 séu sambærilegar við gestatölur sumarsins 2018.
Lesa meira

Menningarminjadagar í Skaftafelli 28. ágúst

Sérstök fræðsluganga verður í boði í Skaftafelli 28. ágúst í tilefni af Menningarminjadögum Evrópu.
Lesa meira

Hjólahelgi í Jökulsárgljúfrum aflýst

Hjólahelgi sem vera átti Jökulsárgljúfrum dagana 23. til 25. ágúst 2019 hefur verið aflýst. Ástæðan er bleyta og eðja á göngustígum, en hvort tveggja leiðir til hættu á skemmdum á stígum og gróðri í jaðri stíganna. Jafnframt er aukin slysahætta þar sem stígar eru hálir og víða stórgrýtt á leiðinni.
Lesa meira

Skaflar á Öskjuvatnsvegi - UPPFÆRT

Vetraraðstæður eru á Norðurhálendi, [lesið meira]
Lesa meira

Vatnasvið Jökulsár á Fjöllum fyrsta svæðið sem friðlýst er gegn orkuvinnslu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Þetta er fyrsta friðlýsing svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Undirritunin fór fram í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum.
Lesa meira

Laus störf: Yfirlandvörður á Breiðamerkursandi og mannvirkja- og gæðafulltrúi

Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins. Að staðaldri eru tæplega 30 manns við starf hjá þjóðgarðinum en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi yfir 100. Meginstarfsstöðvar eru í Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustri/Fellabæ, Höfn í Hornafirði, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri auk miðlægrar skrifstofu á Urriðaholti í Garðabæ. Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.
Lesa meira

Hvalreki á Eystri Fellsfjöru

Hval rak á land í Eystri-Fellsfjöru neðan við Jökulsárlón í Vatnajökulsþjóðgarði. Dýrið er grindhvalur sem líkelga hefur drepist fyrir einhverju síðan. Dýrið hefur svo velkst um í fjörunni og er nú kominn alveg vestast í fjöruna, þar sem mesti ferðamannastraumurinn er.
Lesa meira

Alþjóðadagur landvarða 31.júlí 2019

Alþjóðadagur landvarða er haldinn hátíðlega til að fagna störfum landvarða um allan heim sem leggja sig alla fram við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti. En einnig er dagurinn til að landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. En á hverju ára falla frá landverðir en flestir þeirra eru frá Indlandi, Afríku og Asíu þar sem landverðir eiga m.a. í stríði við veiðiþjóða og skógarhöggsmenn.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?