Beint í efni

Nýr sameiginlegur stofnanasamningur

Fimmtudaginn 3. nóvember náðist sá gleðilegi áfangi að samkomulag um nýjan og sameiginlegan stofnanasamning Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum annars vegar og Starfsgreinasambands Íslands hins vegar.

8. nóvember 2022

Fulltrúar frá stofnunum þremur, Landvarðafélagi Íslands og Starfsgreinasambandinu eftir undirritun samningsins.

Samningurinn tekur á forsendum launaröðunar landvarða, verkafólks og þjónustufulltrúa sem eru félagsfólk í kjarafélögum Starfsgreinasambandsins og tilteknum kjörum sem ekki eru tilgreind í kjarasamningi félagsins við ríkið.

Stofnanirnar þrjár leggja mikið upp úr góðu samtali um sameiginleg verkefni og unnu þétt saman að nýjum samningi ásamt fulltrúum Starfsgreinsambandsins og Landvarðafélags Íslands.