Beint í efni

Lítið hlaup úr Grímsvötnum - nýjustu upplýsingar

Jökulhlaup úr Grímsvötnum heldur áfram og áætlað rennsli þaðan komið yfir 350 m3/s. Áfram er gert ráð fyrir því að rennsli útúr Grímsvötnum nái hámarki seinnipartinn í dag eða næstu nótt og verði þá nærri 500 m3/s.

13. október 2022

Grímsvötn. Mynd: Veðurstofa Íslands /Oddur Sigurðsson.

Merki um hlaupvatn sjást í Gígjukvísl við þjóðveg 1 en hámark þar mun að líkindum jafnast á við venjulegt sumarrennsli í Gígjukvísl.

Engar markverðar breytingar hafa sést á skjálftavirkni í eldstöðinni í Grímsvötnum samhliða þessum atburði og engin gosórói mælist.

Allar nánari upplýsingar á vef Veðurstofu Íslands: Lítið hlaup úr Grímsvötnum | Fréttir | Veðurstofa Íslands (vedur.is)