Beint í efni

Laust starf: Verkefnastjóri innleiðingar stafrænna lausna

Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins.

16. desember 2022

Jökulís Breiðamerkurjökuls, mynd: Steinunn Hödd Harðardóttir

Að staðaldri eru tæplega 30 manns við starf hjá þjóðgarðinum en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi yfir 100. Meginstarfsstöðvar eru í Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustri/Fellabæ, Höfn í Hornafirði, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri auk miðlægrar skrifstofu á Urriðaholti í Garðabæ. Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.

Verkefnastjóri innleiðingar stafrænna lausna

Vatnajökulsþjóðgarður leitar að skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi til að hafa umsjón með innleiðingu á fyrirhugaðri innheimtu þjónustugjalda við Jökulsárlón. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf við einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins.

Starfið er auglýst óháð staðsetningu en starfsstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs eru á Höfn í Hornafirði, Skaftafelli, Kirkjubæjarklaustri,, Ásbyrgi, Fellabæ, Garðabæ og við Mývatn. Starfið er tímabundið til eins árs með möguleika á framlengingu að þeim tíma liðnum og heyrir beint undir framkvæmdastjóra þjóðgarðsins.

Umsóknarfrestur er liðinn.

NÁNAR HÉR