Störf í boði

Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins. Að staðaldri starfa rúmlega 30 manns hjá þjóðgarðinum en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi yfir 100. Meginstarfsstöðvar eru Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustur/Fellabær, Höfn í Hornafirði, Skaftafell og Kirkjubæjarklaustur, auk miðlægrar skrifstofu í Urriðaholti í Garðabæ. Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki. 

 

    • Upplýsingagjöf við Drekagil mynd; Júlía Björnsdóttir

 Upplýsingagjöf við Drekagil  (mynd; Júlía Björnsdóttir)

 

Sumarstörf við landvörslu

Upplifðu Vatnajökulsþjóðgarð á einstakan hátt.

Í Vatnajökulsþjóðgarði starfar fjölbreyttur hópur af fólki um allt land. Landvarsla er mikilvægur hlekkur í starfi þjóðgarðsins og sinna landverðir eftirliti innan hans og á friðlýstum svæðum. Störf landvarða eru fjölbreytt og felast meðal annars í daglegu eftirlit innan þjóðgarðsins og á friðlýstum svæðum. Verkefnin eru með ólíkum áherslum eftir starfsstöðvum en eiga það sameiginlegt að vera skemmtileg og lífleg.

Nánari upplýsingar á Starfatorgi

 

Þjónustufulltrúar í sumarstörf í Skaftafelli og Ásbyrgi

Upplifðu náttúruperlurnar Skaftafell og Ásbyrgi á einstakan hátt.

Vatnajökulsþjóðgarður leitar að jákvæðum og hjálpsömum einstaklingum með áhuga á umhverfismálum til fjölbreyttra starfa í gestastofum og á tjaldsvæðum þjóðgarðsins í sumar.

Nánari upplýsingar á starfatorgi

 

Verkamenn í sumarstörf í Skaftafelli

Upplifðu Skaftafell á einstakan hátt.

Vatnajökulsþjóðgarður leitar að sjálfstæðum og útsjónarsömum einstaklingum til að sinna viðhaldi og umhirðu í Skaftafelli.

Nánari upplýsingar á Starfatorgi

 

Almenn umsókn

Viltu vera á skrá hjá okkur? Mikilvægt er að taka fram í umsókninni hvar á landinu þú kýst að starfa og hvernig starfi þú leitar að.
Eingöngu er ráðið í tímabundnar stöður eftir þessari leið. Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja sérstaklega um þær.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir störfum

Hæfnikröfur

Við leitum einkum að starfsmönnum sem búa yfir samskiptahæfni, þjónustulund, stundvísi og umhverfisvitund. Tungumálaþekking kemur oft að góðum notum sem og vinnuvélaréttindi og skyndihjálparréttindi þótt þau séu ekki krafa.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfshlutfall og upphafsdagur starfs eru samkomulag.

 

Umsókn

 

Um Vatnajökulsþjóðgarð

Starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs er dreifð og skiptist garðurinn í fjögur rekstrarsvæði. Svæðin eru kennd við höfuðáttirnar og á hverju svæði er þjóðgarðsvörður sem annast daglegan rekstur. Norðursvæðið skiptist í tvo hluta og þar eru tveir þjóðgarðsverðir. 

Gestastofur þjóðgarðsins eru fimm: Gljúfrastofa í Ásbyrgi, Snæfellsstofa á Skriðuklaustri, Gamlabúð á Höfn í Hornafirði, Skaftafellsstofa í Skaftafelli og Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri, sem rekin er í húsnæði og samvinnu við Skaftárhrepp, þangað til ný verður byggð. Yfir sumartímann teygir starfsemi þjóðgarðsins sig vítt um garðinn en á veturna, þegar hálendinu er lokað, einskorðast hún við færri staði. Á kortinu hér sjást landvörslu- og starfsstöðvar þjóðgarðsins. Landvörslustöðvar eru merktar með appelsínugulum kössum. Aðalskrifstofa þjóðgarðsins er til húsa í Garðabæ og reikningshaldi er sinnt í Fellabæ.