Breyting á stjórnunar- og verndaráætlun – veiðar austursvæði

Tillaga að breytingum á Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, varðandi veiðar á austursvæði. 

Tillaga að breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun vegna veiða á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var samþykkt af stjórn 27. júní 2022 og hefur verið send ráðherra til staðfestingar, líkt og 12.gr. laga 60/2007 gera ráð fyrir.

Í vinnu við breytinguna hefur áhersla verið lögð á náið samtal við fagstofnanir á sviði náttúrufars (NÍ og NA) og veiðistjórnunar (UST og hreindýraráð), náttúruverndarsamtök og hagsmunaaðila s.s. Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum, SKOTVÍS og ferðaþjónustuaðila. Samhliða breytingunni er vöktunaráætlun þar sem áhersla er á náttúrufar, umferð um svæðið, fræðslu og könnun á viðhorfi gesta til veiða. Á milli VJÞ og Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum hefur verið gerð viljayfirlýsing um samstarf, sem snýr að hvatningu til aukins samtals, góðrar umgengni og fræðslu.

Að neðan má nálgast tillöguna og öll gögn málsins:

 

Allar forsendur breytingarinnar má nálgast í gögnum að neðan:  

- Umsagnarbeiðni VJÞ til stofnanna - 28.10.2021 til UST (Sambærilegt sent NÍ, NA og hreindýraráði)
- Umsögn hreindýraráðs - 30.11.2022
- Umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands - 13.12.2021
- Umsögn Náttúrustofu Austurlands - 13.12.2021
- Umsögn Umhverfisstofnunar - 22.12.2021
- Minnisblað VJÞ - álit lögfræðings - 11.01.2022
- Minnisblað þjóðgarðsvarðar - 01.02.2022