Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Viðauki við stjórnunar- og verndaráætlun: Hoffellslambatungur

Unnið er að gerð viðauka fyrir Hoffellslambatungur. Það sem um ræðir er það svæði sem bættist við Vatnajökulsþjóðgarð í júní 2021.

Staðfesting ráðherra

Á grundvelli 6. mgr. 12. gr. laga nr. 60/2007 er tillagan send umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til staðfestingar. Tillaga var send ráðherra 17.12.2025.

Auglýsingar- og kynningarferli

Stjórnunar‐ og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð er sett fram í samræmi við ákvæði laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007 og reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 300/2020. Við stækkun þjóðgarðs er heimilt að gera viðauka við stjórnunar og verndaráætlun, sbr. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð sem segir: „Við stækkun þjóðgarðsins er heimilt að gera viðauka við stjórnunar- og verndaráætlun með lýsingu á mörkum og náttúru og ákvæðum um stjórnun og vernd hins nýja svæðis, án þess að öll áætlunin sé tekin til endurskoðunar. Um málsmeðferð fer samkvæmt ákvæðum 4.–6. mgr. Sameina skal viðaukann við stjórnunar- og verndaráætlun við næstu endurskoðun hennar.“
Tillaga að breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs varðandi Hoffellslambatungur var samþykkt til kynningar á fundi svæðisráðs suðursvæðis þann 9.5.2025 og á fundi svæðisstjórnar þann 21.5.2025. 
Tillagan var send Náttúrufræðistofnun sem lögbundnum umsagnaraðila, tilgreindum hagsmunaaðilum, auglýst opinberlega og birt á vefsíðu Náttúruverndarstofnunar með athugasemdafresti til og með 12.8.2025. Þrjár umsagnir bárust, frá Sveitarfélaginu Hornafirði, Náttúrufræðistofnun og Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hornafirði.

Gagnaöflun og samtal

Við mótun ákvæða fyrir stjórnunar- og verndaráætlun var farið í gagnaöflum og samtal við fagstofnanir, íbúa og aðra hagsmunaaðila, um samspil á verndun og nýtingu þeirra gæða sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Liður í þeirri vinnu var opinn íbúafundur í Árnanesi í Nesjum. Ellfu manns mættu á fundinn. Nálgast má glærur af fundinum hér neðar.
Tillaga að viðauka einnig var send í tölvupósti þann 11. apríl 2025, til umsagnar hagsmunaðila sem tilgreindir voru í verkefnislýsingu sem og þeirra sem sóttu íbúafundinn. Engar athugasemdir bárust

Svæði afmarkað með gulum línum: Svæði sem bættist við Vatnajökulsþjóðgarð árið 2021