Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Viðauki við stjórnunar- og verndaráætlun: Austurafrétt Bárðdæla

Unnið er að gerð viðauka fyrir Austurafrétt Bárðdæla. Það sem um ræðir er svæði sem bættust við Vatnajökulsþjóðgarð 2021, nefnt Austurafrétt Bárðdæla og er hluti þjóðlendu innan Þingeyjarsveitar austan Skjálfandafljóts.

Vinnuferli við mótun viðaukans

Upphaflega var lagt til að vinna samhliða stjórnunar- og verndaráætlun fyrir annars vegar Austurafrétt Bárðdæla og hins vegar Herðubreið því bæði svæðin eru á rekstrarsvæði norður hálendis. Því nær verkefnislýsing yfir bæði svæðin. Þegar vinna hófst við gagnaöflun og samtöl kom í ljóst að betur lá við að vinna viðaukana fyrir hvort svæði fyrir sig. Ekki þótti þörf á að uppfæra verkefnislýsingu enda kemur þar eingöngu fram lýsing á verkefni sem enn á við á báðum svæðum.

Svæði afmarkað með gulum línum: Svæði sem bættust við Vatnajökulsþjóðgarð 2019 (Herðubreið, Herðubreiðarlindir og hluti Ódáðahrauns). Svæði afmarkað með fjólubláum línum: Svæði sem bættist við Vatnajökulsþjóðgarð 2021 (Austurafrétt Bárðdæla, hluti þjóðlendu innan Þingeyjarsveitar austan Skjálfandafljóts).