Breiðamerkursandur - viðauki við Stjórnunar- og verndaráætlun

Svæðið nær yfir Jökulsárlón og Fellsfjöru og afmarkast af Fjallsá í vestri og Fellsá í austri. Svæðið varð hluti af Vatnajökulsþjóðgarði sumarið 2017. Það geymir miklar gersemar, en þær frægustu hafa verið sterkt aðdráttarafl ferðamanna og atvinnustarfsemi undanfarin ár.

 

Að neðan má nálgast öll gögn vinnu við Stjórunar- og verndaráætlun á Breiðamerkursandi, sem tók gildi með staðfestingu ráðherra 30.júní 2021. Tillagan var unnin skv. ákvæðum 6.mgr. 12.gr laga 60/2007 og unnin fyrir tilstuðlan ráðgjafar Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, Náttúrustofu Suðausturlands og Nýheima þekkingarseturs. Í júlí 2022 varð viðaukinn hluti af 3.útgáfu Stjórnunar- og verndaráætlunar. Í þeirri samsettu heildaráætlun alls þjóðgarðsins rúmast ekki jafn nákvæmar upplýsingar og grunnplögg einstakra svæða, en fyrir vikið eru t.d. nákvæmari kort í viðaukanum.

 

 

   

Yfirlit yfir vinnufundi, samráðsfundi, vettvangsferðir, o.fl:

Dagsetning

Staður

Efni – Fyrirkomulag

Þátttakendur

Janúar – maí 2019

Höfn?

Viðtöl við fulltrúa átta haghópa

24 viðmælendur, fulltrúar eftirfarandi haghópa: Bændur; landeigendur; embættismenn; náttúruunnendur; útivistarfólk; vísindafólk og rannsakendur; ferðaþjónusta og rekstraraðilar innan VJÞ; viðbragðsaðilar.

4. febrúar 2019

Breiðamerkursandur

Íshellaferð

Starfsfólk VJÞ og ráðgjafahópur

11. mars 2019

Breiðamerkursandur

Skoðunarferð á Jökulsárlón, m.t.t. Deiliskipulags

Starfsfólk VJÞ, ráðgjafahópur og starfsmenn ALTA

9. apríl 2019

Breiðamerkursandur

Jöklaganga í Hólmann

Starfsfólk VJÞ og ráðgjafahópur

29. maí 2019

Höfn

Stöðufundur

Starfsfólk VJÞ og ráðgjafahópur

18. júní 2019

Höfn

Stöðufundur

Starfsfólk VJÞ og ráðgjafahópur

20. júní 2019

Höfn

Vinnufundur

Starfsfólk VJÞ, svæðisráð, ráðgjafahópur

26. júní 2019

Breiðamerkursandur

Slóðaferð

Starfsfólk VJÞ og ráðgjafahópur

27. júní 2019

Höfn

Vinnufundur eftir slóðaferð

Starfsfólk VJÞ og ráðgjafahópur

2. júlí 2019

Nes, Hornafjörður

Kynningar- og hugarflugsfundur

Starfsfólk VJÞ, ráðgjafahópur og hagaðilar

21. ágúst 2019

Höfn

Stöðufundur

Starfsfólk VJÞ og ráðgjafahópur

2. september 2019

Höfn og fjarfundur

Stöðufundur

Starfsfólk VJÞ og ráðgjafahópur

25. nóvember 2019

Mýrar, Sveitarfélagið Hornafjörður

Svæðisráðsfundur, farið yfir vinnugögn ráðgjafahóps og næstu skref í verkefninu.

Starfsfólk VJÞ, svæðisráð, ráðgjafahópur

10. febrúar 2020

Nes, Sveitarfélaginu Hornafirði

Vinnustofa um sviðsmyndir

Ráðgjafahópur, starfsfólk VJÞ og fulltrúar eftirfarandi haghópa: Bændur; landeigendur; embættismenn; náttúruunnendur; útivistarfólk; vísindafólk og rannsakendur; ferðaþjónusta og rekstraraðilar innan VJÞ; viðbragðsaðilar.

20. mars 2020

Fjarfundur

Vinnufundur

Ráðgjafahópur, starfsfólk VJÞ og svæðisráð suðursvæðis.

6. apríl 2020

Fjarfundur

Vinnufundur

Ráðgjafahópur, starfsfólk VJÞ og svæðisráð suðursvæðis.

21. apríl 2020

Fjarfundur

Vinnufundur vegna útfærslu á leyfum vegna atvinnustarfsemi með takmörkunum

Starfsfólk VJÞ og hluti svæðisráðs.