Nýidalur er á miðri Sprengisandsleið og þar hefur Ferðafélag Íslands byggt upp gistiaðstöðu. Nýidalur er kjörin bækistöð fyrir þá sem vilja njóta útivistar á svæðinu umhverfis Tungnafellsjökul eða staldra við á leiðinni yfir Sprengisand.

Frá skálum FÍ er stutt ganga í Nýjadal og auðveld ganga á Tungnafellsjökul. Eins er greið gönguleið um Mjóháls austur í Vonarskarð.

Landverðir hafa aðsetur í skálunum við Nýjadal á sumrin.

GPS-hnit landvörslustöðvarinnar eru N64° 44.110' - W018° 04.372'.

Símanúmer landvarða er 842 4377

Vega- og almenningssamgöngur

Sprengisandsleið (F26) liggur að Nýjadal. Áætlunarferðir eru yfir Sprengisand á sumrin (sjá www.sba.is).

Gisting, matur og eldsneyti

Ferðafélag Íslands rekur gistiskála og tjaldsvæði í mynni Nýjadals. Þar eru líka vatnssalerni og sturtur. (Sjá nánar um skálann á www.fi.is). Hvorki er matsala né eldsneytissala í Nýjadal.