Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
N5

Innri Hagajökull

Þægileg gangaupp á jökulöldur við Innri-Hagajökul. Innri-Hagajökull er skriðjökull frá Tungnafellsjökli. Fagrafell heitir fjallið sunnan hans og aðskilur það Innri- og Fremri-Hagajökul. Undan þessum tveimur skriðjöklum koma jökulkvíslar sem nefnast Hagakvíslar og sameinast norðan við Tómasarhaga. Hagakvíslarnar veita gróðurlendinu í Tómasarhaga vatn og næringarefni og skapa með því hagstæð vaxtarskilyrði.

Vegalengd
2 km
Áætlaður tími
1,5 klst
Erfiðleikastig
Auðveld
Upphafstaður
Bílastæði á F910 fyrir framan jökul