![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Fvatnajokulsthjodgardur%2Fa940b09e-7789-449e-b1a2-da48cbdfe381_Nyidalur%2BJ%25C3%25B6kuldalur_18_SRR.jpg%3Fauto%3Dformat%26crop%3Dfaces%252Cedges%26fit%3Dcrop%26w%3D1100%26h%3D724&w=3840&q=80)
Bokki
Merkt bílastæði en óstikuð leið upp á gíginn Bokka og er leiðin með auðveldar leiðum á svæðinu. Bokki varð til í gosi sem rakið er til eldstöðvarkerfis Tungnafellsjökuls. Tvö gos hafa runnið frá kerfinu á nútíma og er hraunið umhverfis Bokka nefnt Tunguhraun.