Vesturdalur

Númer á gönguleiðum eru í samræmi við númer á gönguleiðakorti. Athugið að á gatnamótum eru þessi númer ekki tiltekin á vegvísum. 

Hljóðaklettar og Rauðhólar eru einstar jarðmyndanir og svæðið er viðkvæmt fyrir mikill umferð. Samkvæmt gildandi stjórnunar- og verndaráætlun er gangandi umferð óheimil utan merktra göngustíga í Hljóðaklettum og Rauðhólum. 

V-1 Eyjan í Vesturdal

Vegalengd: 1  km (hringleið)
Göngutími: 0,5 
 klst
Upphaf: Tjaldsvæðið í Vesturdal (austara snyrtihús)
 Erfiðleikastuðull gönguleiðar: Krefjandi leið (rauð)

Frá tjaldsvæðinu í Vesturdal er örstutt hringleið um nyrsta hluta Eyjunnar í Vesturadal. Á leiðinni eru mosavaxnar klappir og litlar tjarnir. Þetta er auðveld gönguleið og tilvalin kvöldganga.

 

V-2 Hljóðaklettar-Tröllið

Vegalengd: 1,2 km (fram og tilbaka)
Göngutími: 0,5 klst
Upphafi: Bílastæði við Hljóðakletta
Erfiðleikastuðull gönguleiðar: Auðveld leið (blá)

Hér er hægt að fara einfalda og stutta leið frá bílastæði niður að Hljóðaklettum. Fyrsti kletturinn sem komið er að ber nafnið Tröllið og er einn af fáum klettum í Hljóðaklettum sem ber ákveðið nafn. Sé farið rétt austur fyrir Tröllið (til hægri) og gengið nokkra metra yfir klettana, er hægt að sjá afar fallega stuðlabergsröðum og býkúpuveðrun í klettunum. Sama leið er farin til baka. 

V-3 Hljóðaklettahringur

Vegalengd: 3  km (hringleið)
Göngutími: 1-1,5  klst
Upphaf: Bílastæði við Hljóðakletta
Erfiðleikastuðull gönguleiðar: Krefjandi leið (rauð)

Hljóðaklettar eru fornar eldstöðvar þar sem Jökulsá hefur skolað í burtu öllu lausa gosefninu og skilið eftir innviði gíganna. Jarðmyndanir eru á heimsmælikvarða, sjá má stuðla vefjast í alls konar form, býkúpuveðrara kletta og hella af ýmsum stærðum. Gengið er frá bílastæði og niður að fyrsta klettinum, Tröllinu. Þaðan er gengið austan megin við klettana, leið sem er nokkuð grýtt og erfið yfirferðar, þar til komið er að fallegum helli sem fengið hefur nafnið Kirkjan. Stuttu eftir Kirkjuna sveigir stígurinn til vesturs og svo til baka í suður, leiðin greikkar og gengið er meðfram hellunum í Skuggakletti. Stígurinn sameinast síðan upphafsleiðinni á ný.

 

V-4 Rauðhólahringur

Vegalengd: 5 km (hringleið)
Göngutími: 1,5-2 
 klst
Upphaf: Bílastæði við Hljóðakletta
Erfiðleikastuðull gönguleiðar: Krefjandi leið (rauð)

Í upphafi er gengin er sama leið og þegar farið er um Hljóðakletta en skammt frá Kirkjunni heldur leiðin áfram norður á Rauðhóla sem klæddir eru rauðri og svartri gjallkápu. Gengið er upp skógi vaxna brekku á leið að Rauðhólum. Þetta er mjög skemmtileg leið þar sem víða blasa við ýmis jarðfræðifyrirbrigði. Af Rauðhólum er gott útsýni norður yfir gljúfrin og suður yfir Hljóðakletta. Athugið að þjóðgarðsyfirvöld hafa neyðst til þess að loka fyrir umferð á hæsta hólinn vegna þess að átroðningur var byrjaður að fletja hann út.

 

V-5 Karl og Kerling

Vegalengd: 2-3 km (fram og tilbaka)
Göngutími: 1 
 klst
Upphaf: Bílastæði við Hljóðakletta
Erfiðleikastuðull gönguleiðar: Auðveld leið (blá). Krefjandi (rauð) ef farið er niður á eyrina

Frá bílastæðinu við Hljóðakletta liggur auðveld gönguleið í suður, að útsýnisstað yfir gömlu tröllin Karl og Kerlingu sem standa á eyrinni við Jökulsá. Sé snúið við þar er leiðin um 2 km og auðveld yfirferðar (blá leið). Hægt er að ganga alveg niður að hjúunum en sú leið er flokkuð sem krefjandi (rauð leið) og leiðin lengist í 3 km.

V-6 Svínadalshringur

Vegalengd: 7 km (hringleið)
Göngutími: 2-3
 klst
Upphaf: Bílastæði við Hljóðakletta
Erfiðleikastuðull gönguleiðar: Krefjandi leið (rauð)

Leiðin hefst við bílastæðið við Hljóðakletta þar sem gengið er í suður fram hjá tröllunum Karli og Kerlingu. Á leiðinni er fallegt útsýni yfir Jökulsá og Hljóðakletta. Frá hjúunum er haldið áfram suður, fram hjá Lamahelli og að Kallbjargi. Þar var kláfur fyrr á síðustu öld og voru fluttar með honum ýmsar nauðsynjar yfir ána. Frá Kallbjörgum er farið í vestur að bæjarstæðinu í Svínadal. Á Svínadal var búið til ársins 1946. Þaðan er fallegt útsýni norður yfir Eyjuna í Vesturdal. Frá Svínadal liggur leiðin í norður, yfir Eyjuna þar til komið er að klettadrangum Einbúa. Þá er farið niður af Eyjunni og leiðin fylgir síðan kyrrlátri Vesturdalsánni allt þar til komið er á tjaldsvæðið í Vesturdal. Þaðan er auðveldast að fylgja bílveginum aftur á bílastæðið.