Beint í efni
Jökulsárgljúfur, Hljóðaklettar, stuðlar
V3

Hljóðaklettahringur

Hljóðaklettar eru fornar eldstöðvar þar sem Jökulsá hefur skolað í burtu öllu lausa gosefninu og skilið eftir innviði gíganna. Jarðmyndanir eru á heimsmælikvarða, sjá má stuðla vefjast í alls konar form, býkúpuveðrara kletta og hella af ýmsum stærðum.

Vegalengd
3 km
Áætlaður tími
1-1,5 klst
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
x m
Tegund
Hringleið
Upphafsstaður
Austasta bílastæðið niðri í Vesturdal

Gengið er frá bílastæði og niður að fyrsta klettinum, Tröllinu. Þaðan er gengið austan megin við klettana, leið sem er nokkuð grýtt og erfið yfirferðar, þar til komið er að fallegum helli sem fengið hefur nafnið Kirkjan. Stuttu eftir Kirkjuna sveigir stígurinn til vesturs og svo til baka í suður, leiðin greikkar og gengið er meðfram hellunum í Skuggakletti. Stígurinn sameinast síðan upphafsleiðinni á ný.

Tengdar gönguleiðir

V2
Jökulsárgljúfur, Hljóðaklettar, Tröllið, gönguleið

Hljóðaklettar - Tröllið

1,2 km fram og til baka
30 mín
Auðveld

Hér er hægt að fara einfalda og stutta leið frá bílastæði niður að Hljóðaklettum. Fyrsti kletturinn sem komið er að ber nafnið Tröllið og er einn af fáum klettum í Hljóðaklettum sem ber ákveðið nafn. Sé farið rétt austur fyrir Tröllið (til hægri) og gengið nokkra metra yfir klettana, er hægt að sjá afar fallega stuðlabergsröðum og býkúpuveðrun í klettunum. Sama leið er farin til baka.

V4
Rauðhólar, Hljóðaklettar, Jökulsárgljúfur

Rauðhólahringur

5 km hringleið
1,5 - 2 klst
Krefjandi

Í upphafi er gengin er sama leið og þegar farið er um Hljóðakletta en skammt frá Kirkjunni heldur leiðin áfram norður á Rauðhóla sem klæddir eru rauðri og svartri gjallkápu. Á leiðinni blasa víða við ýmis jarðfræðifyrirbrigði. Af Rauðhólum er gott útsýni norður yfir gljúfrin og suður yfir Hljóðakletta.

Kortabæklingur Jökulsárgljúfra og kort af Vesturdal/Hljóðaklettum