Beint í efni
Jökulsárgljúfur, Hljóðaklettar, Tröllið, gönguleið
V2

Hljóðaklettar - Tröllið

Hér er hægt að fara einfalda og stutta leið frá bílastæði niður að Hljóðaklettum. Fyrsti kletturinn sem komið er að ber nafnið Tröllið og er einn af fáum klettum í Hljóðaklettum sem ber ákveðið nafn. Sé farið rétt austur fyrir Tröllið (til hægri) og gengið nokkra metra yfir klettana, er hægt að sjá afar fallega stuðlabergsröðum og býkúpuveðrun í klettunum. Sama leið er farin til baka.

Vegalengd
1,2 km
Áætlaður tími
30 mín.
Erfiðleikastig
Auðveld
Hækkun
x m
Tegund
Fram og til baka
Upphafsstaður
Austasta bílastæðið niðri í Vesturdal

Tengdar gönguleiðir

V3
Jökulsárgljúfur, Hljóðaklettar, stuðlar

Hljóðaklettahringur

3 km hringleið
1-1,5 klst
Krefjandi

Hljóðaklettar eru fornar eldstöðvar þar sem Jökulsá hefur skolað í burtu öllu lausa gosefninu og skilið eftir innviði gíganna. Jarðmyndanir eru á heimsmælikvarða, sjá má stuðla vefjast í alls konar form, býkúpuveðrara kletta og hella af ýmsum stærðum.

V4
Rauðhólar, Hljóðaklettar, Jökulsárgljúfur

Rauðhólahringur

5 km hringleið
1,5 - 2 klst
Krefjandi

Í upphafi er gengin er sama leið og þegar farið er um Hljóðakletta en skammt frá Kirkjunni heldur leiðin áfram norður á Rauðhóla sem klæddir eru rauðri og svartri gjallkápu. Á leiðinni blasa víða við ýmis jarðfræðifyrirbrigði. Af Rauðhólum er gott útsýni norður yfir gljúfrin og suður yfir Hljóðakletta.

Kortabæklingur Jökulsárgljúfra og kort af Vesturdal/Hljóðaklettum