Fréttir

Lagfæringar á Sauðakofaslóð

Sauðakofaslóð á Vesturöræfum er ein af þessum fáförnu en þörfu leiðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veiðar, bústörf, ferðaþjónustu og ferðamennsku. Hluti slóðarinnar hefur verið lokaður í nokkur ár vegna slæms ástands og ófærðar. Nú horfir til bóta þar sem Vatnajökulsþjóðgarður hefur staðið fyrir lagfæringum á slóðinni með aðkomu styrkvegasjóðs Vegagerðarinnar.
Lesa meira

Lítið hlaup úr Grímsvötnum

Mælingar gefa til kynna að vatn sé farið að renna úr Grímsvötnum og líklegt að það byrji að koma fram í Gígjukvísl á morgun.
Lesa meira

Samningar um íshellaferðir og jöklagöngur

Náttúran er spennandi og heillandi til upplifunar og ferðalaga. Margvísleg atvinnusköpun verður til í því samhengi. Nú er framundan þriðji veturinn á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem í gildi verða samningar um íshellaferðir og jöklagöngur. Meginviðfangsefni þessara samninga er að fólk passi upp á umhverfið um leið og það nýtur náttúrunnar enda er náttúran eitt mikilvægasta sem við eigum - og eigum ekki.
Lesa meira

Auga Solanders fylgist með lífi nema land

Fullkomin sjálfvirk rannsóknastöð, kölluð Auga Solanders, fylgist nú með lífi nema land á Breiðamerkursandi. Markmiðið er að rannsaka hvernig gróður og dýr setjast að á landi sem kemur undan jökli.
Lesa meira

Litir þjóðgarðsins

Haustlitirnir gefa náttúrunni alltaf sérstakan blæ. Í dag er haustjafndægur sem þýðir það að sólin er beint yfir miðbaug og dagurinn því jafnlangur nótinni um alla jörðina.
Lesa meira

Jökulsárlón í Vatnajökulsþjóðgarði

Í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum var umfjöllun um málefni Jökulsárlóns og áhuga fyrirtækja á að fá að hefja siglingar á svæðinu. Vatnajökulsþjóðgarður fagna umræðu um framtíð þessarar dýrmætu náttúruperlu sem gerð hefur verið að þjóðgarði vegna sérstöðu sinnar.
Lesa meira

Fólk og fé á leið af fjöllum

Með haustinu þarf að reka sauðfé og landverði til byggða.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru

Í dag fögnum við íslenskri náttúru í öllum sínum fjölbreytileika
Lesa meira

Uppbygging á þjónustusvæðum suður- og vestursvæðis

Þann 1. september var formlegt aðsetur Vatnajökulsþjóðgarðs fært til Hafnar í Hornafirði. Í ljósi þess, sem og þeirra stóru verkefna sem eru í framkvæmd og fyrirhuguð á suður - og vestursvæði þjóðgarðsins, fóru starfsmenn nokkurra stofnana og ráðuneytis í skoðunarferð um helstu þjónustusvæðin dagana 7.-8. september.
Lesa meira

Umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs

Þann 12. ágúst síðastliðinn auglýsti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs eftir umsóknum í stöðu framkvæmdastjóra. Umsóknarfrestur rann út 2. september.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?