Fréttir

200 milljónum úthlutað til Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2021 úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða á friðlýstum svæðum

Vatnajökulsþjóðgarður fékk í gær, 9. mars, úthlutað um 200 milljónum til framkvæmda árið 2021 úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða á friðlýstum svæðum. Landsáætlun er þriggja ára verkáætlun og á árunum 2021 til 2023 er gert ráð fyrir um 450 milljóna króna framlagi til Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lesa meira

Björgunarfélag Hornafjarðar í æfingaferð á nýjum vélsleðum

Nýlega fjárfesti Björgunarfélag Hornafjarðar í nýjum vélsleðum. Björgunarfélag Hornafjarðar er sú björgunarsveit sem er með hvað skemmstan viðbragðstíma þegar kemur að útkalli á Vatnajökli og því koma nýir sleðar sér án efa vel komi til óhappa á jöklinum.
Lesa meira

Stefán Frímann Jökulsson ráðinn yfirlandvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Stefán Frímann Jökulsson hefur verið ráðinn yfirlandvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Staðan er ný staða á austursvæðinu þar sem fyrir starfa þjóðgarðsvörður og aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar.
Lesa meira

Tímabundin lokun gestastofu í Skaftafelli

Dagana 8.- 15. mars verður gestastofan í Skaftafelli lokuð vegna framkvæmda. Öll önnur þjónusta þjóðgarðsins er til staðar og starfsmenn eru á svæðinu.
Lesa meira

Stuðningur við loftslagsyfirlýsingu Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Föstudaginn 26. febrúar var undirrituð loftslagsyfirlýsing Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Markmið verkefnisins er að samvinna Festu, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og fyrirtækja og stofnana á svæðinu í umhverfis og loftslagsmálum.
Lesa meira

Umhverfisvænar salernislausnir – Heinaberg, Hólmatungur og Langavatnshöfði.

Á árinu 2021 er gert ráð fyrir uppsetningu þriggja þurrsalerna í Vatnajökulsþjóðgarði, á Heinabergi, í Hólmatungum og við nýtt bílastæði á Langavatnshöfða. Um er að ræða þurrsalernislausn samkvæmt finnskri hönnun. Komin er góð reynsla af notkun sambærilegra salerna í Vikraborgum við Öskju sem tekin voru í notkun sumarið 2018. Eins styttist í opnun salernishúss við Dettifoss þar sem unnið er með sömu lausnir.
Lesa meira

Ingibjörg Halldórsdóttir ráðin lögfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs

Ingibjörg Halldórsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs. Staðan var auglýst 5. janúar sl. og alls sóttu 42 um starfið.
Lesa meira

Opinn fundur um innleiðingu atvinnustefnu í íshella- og jöklaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði

Opinn fundur um innleiðingu á atvinnustefnu í íshella- og jöklaferðum á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn rafrænt á teams fimmtudaginn 18. febrúar kl. 12:00 - 13:30. Tilgangur fundarins er að upplýsa um allar hliðar málsins ásamt því að fulltrúar í stjórn Ferðamálafélags Austur-Skaftafellsýslu (FASK) lýsa sinni upplifun.
Lesa meira

TripAdvisor setur Vatnajökulsþjóðgarð í 2. sæti yfir bestu þjóðgarða í Evrópu

Ferðasíðan TripAdvisor hefur valið Vatnajökulsþjóðgarð í 2. sæti yfir bestu þjóðgarða í Evrópu og í 17. sæti á heimsvísu árið 2021. Vísað er til þess að í þjóðgarðinum megi finna yfirnáttúrulegt landslag, eins og bláa íshella, svarta sanda, fossa og grónar grundir, sem sé eftirsótt að kanna.
Lesa meira

Laust starf: Yfirlandvörður á austursvæði

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf yfirlandvarðar á austursvæði þjóðgarðsins. Staðan er heilsársstaða, með aðsetur í Snæfellsstofu á Skriðuklaustri og/eða Fellabæ en starfið krefst einnig dvalar á hálendi yfir sumartímann. Um er að ræða fullt starf í dagvinnu með sveigjanlegan vinnutíma. Starfið er krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?