Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Laus störf: Sumarstörf þjónustufulltrúa

Vilt þú vinna hjá Náttúruverndarstofnun?

12. mars 2025

Náttúruverndarstofnun leitar að jákvæðum, hjálpsömum og þjónustulunduðum einstaklingum með brennandi áhuga á náttúru og umhverfismálum til sumarstarfa í gestastofum og á tjaldsvæðum stofnunarinnar í Jökulsárgljúfrum/Ásbyrgi og í Skaftafelli innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

Starf þjónustufulltrúa er fjölbreytt, þar sem áhersla er lögð á að veita framúrskarandi þjónustu, miðla upplýsingum, afgreiðslu, umhirðu, ræstingar og að stuðla að jákvæðri upplifun gesta.

Sótt er um störfin á Starfatorgi og er umsóknarfrestur til og með 24. mars 2025.

Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná vef Starfatorgs:

Þjónustufulltrúar - sumarstörf | Ísland.is