Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Aurskriða við Dettifoss

Stór aurskriða er fallin úr klettabrúnum Jökulsárgljúfra við útsýnispalla rétt norðvestan við Dettifoss. Staðan er uppfærð á facebook síðu Jökulsárgljúfra: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur

5. júní 2025

Eins og fram fyrir helgi féll skriða rétt við útsýnispallinn við Dettifoss að vestanverðu. Við nánari skoðun kom í ljós að sárið í sprungunni virðist enn mjög óstöðugt. Sömuleiðis komu í ljós sprungur á svæðinu sem ekki voru þekktar áður. Í öryggisskyni var ákveðið að loka nyrsta hluta útsýnispallsins sem og leiðinni niður í Fosshvamm. Ekki þykir öruggt að hafa þá staði opna fyrr en búið er að fá sérfræðinga til að taka út svæðið.

Enn er hægt að fara og sjá Dettifoss, bæði frá syðri hluta útsýnispallarins og brúninni fyrir ofan Fosshvamm.