Beint í efni
E7

Langisjór

Nokkuð er um að gengið sé í kringum Langasjó eða keyrt inn fyrir Langasjó og Fögrufjöll gengin til baka. Slíkar göngur eru nokkuð langar og oftast er farangurinn borinn á bakinu. Þau sem leggja í slíka ferð eru beðin um að hlífa viðkvæmum mosagróðrinum og náttúrunni eins og hægt er, ganga á þeim stígum sem fyrir eru og tjalda ekki á viðkvæmum mosabreiðum heldur á vikrinum sem jafnar sig fljótt. Frekari upplýsingar um leiðina og náttstaði fást hjá landvörðum og starfsfólki vestursvæðis ([email protected])

Vegalengd
50 km
Áætlaður tími
3 dagleiðir
Erfiðleikastuðull
Krefjandi

Tengdar gönguleiðir

E4

Sveinstindur

2 km
2-3 klst
Krefjandi leið

Gönguleiðin upp á Sveinstind (1089 m) er um 2 km löng með um 400 metra hækkun.Uppgangan hefst við bílastæði sem er suðvestan við fjallsræturnar. Fegurri útsýnisfjöll eru vandfundin á Íslandi.

E5

Gengið kringum Sveinstind

11 km
4 klst
Krefjandi

Frá bílastæðinu við suðurenda Langasjávar er genginn vegslóði inn með Sveinstindi að norðan, meðfram Langasjó og síðan beygt til suðurs við enda Fagralóns. Fljótlega er komið að smalaslóða og hann genginn til baka og suður fyrir Sveinstind. Leiðin er óstikuð.

E6

Sveinstindur - Skælingjar - Eldgjá

30-40 km
2-3 dagleiðir
Krefjandi

Gönguleiðin frá Sveinstindi, niður með Skaftá um Skælinga og Eldgjá hefur unnið sér sess sem ein af fegurstu gönguleiðum landsins. Leiðin er 30-40 km eftir því hvaða útgáfa er valin og tekur tvo til þrjá daga. Skálar eru við Sveinstind, í Stóragili á Skælingum og í Hólaskjóli. Hinir fyrrnefndu eru í umsjón Útivistar. Hólaskjól er í eigu Veiðifélags Skaftártungumanna en Icetreck sér um reksturinn. Panta þarf næturgistingu fyrirfram. Leiðin er stikuð að hluta.

Langisjór á sér engan sinn líkan á hálendi Íslands þar sem hann liggur safír blár á milli tveggja móbergsfjallgarða, Breiðbaks og Fögrufjalla.Á sólríkum sumardegi jafnast fátt á við að renna fyrir bleikju í Langasjó, sigla á kajak eða ganga um og njóta kyrrðar Fögrufjalla. Það vorusmalar sem fyrstir börðu vatnið augumog nefnduSkaftárvatn ensíðar gaf Þorvaldur Thoroddsen því nafnið Langisjór sem hefur haldist síðan. Langisjór er um 20 km langur og ristir 74 metra niður þar sem hann er dýpstur. Við suðurenda Langasjávar trónir Sveinstindur en fegurri útsýnisfjöll eru vandfundin á Íslandi. Ganga á Sveinstind tekur um 2-3 klukkustundir báðar leiðir. Hægt er að lengja gönguna með því að ganga umhverfis Fagralón sem sannarlega ber nafn með sitt með prýði. Af lengri gönguleiðum er vinsælt að ganga í kringum Langasjó en sú ganga tekur að jafnaði þrjá daga. Þá hefst tveggja til þriggja daga ganga um Skælinga við Sveinstind og endar gjarnan í Hólaskjóli eða Álftavötnum.

Kortabæklingur