Beint í efni
E5

Gengið kringum Sveinstind

Frá bílastæðinu við suðurenda Langasjávar er genginn vegslóði inn með Sveinstindi að norðan, meðfram Langasjó og síðan beygt til suðurs við enda Fagralóns. Fljótlega er komið að smalaslóða og hann genginn til baka og suður fyrir Sveinstind. Leiðin er óstikuð.

Vegalengd
11 km
Áætlaður tími
3-4 klst
Erfiðleikastuðull
Krefjandi
Hækkun
m
Tegund
Hringleið
Upphafsstaður
Bílastæði við suðurenda Langasjávar

Tengdar gönguleiðir

E4

Sveinstindur

2 km
2-3 klst
Krefjandi leið

Gönguleiðin upp á Sveinstind (1089 m) er um 2 km löng með um 400 metra hækkun.Uppgangan hefst við bílastæði sem er suðvestan við fjallsræturnar. Fegurri útsýnisfjöll eru vandfundin á Íslandi.

Kortabæklingur