Tillaga að breytingum á Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs 2021
21.6.2021 auglýsti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til kynningar tillögu að breytingum á Stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. Tillagan var opin til umsagnar til og með 9. ágúst. Í kjölfar úrvinnslu umsagna, verður tillagan tekin til umræðu í stjórn og svæðisráðum og fer að lokum til ráðherra.
Að neðan eru gögnin eins og þau lágu frammi til kynningar.
Breytingatillagan nær til ákvæða um loftför, tjöldun, þjónustusvæði, vegi, gönguleiðir, smávirkjanir, verndarsvæði og nýmyndanir. Einnig eru texti og kort í einstökum köflum uppfærð vegna lagabreytinga eða stækkunar þjóðgarðsins. Við tillögugerðina var lögð áhersla á að fjalla einungis um afmörkuð atriði, þar sem heildarendurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun stendur fyrir dyrum.
Tillagan er aðgengileg til og með 9. ágúst 2021 og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér efni hennar. Lögbundnum umsagnaraðilum og skilgreindum hagsmunaaðilum er send tillagan í tölvupósti.
Tillagan verður kynnt á eftirfarandi veffundum og má nálgast tengla á þá fundi á vef og Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs hér að neðan (verða virkjaðir 15 mínútum fyrir fundartíma):
Upptökur frá kynningarfundum verða aðgengilegar á vef þjóðgarðsins á kynningartíma tillögunnar. Frekari upplýsingar um tillöguna má nálgast með fyrirspurn til verkefnastjóra: johanna.k.thorhallsdottir@vjp.is.
Auk breytingatillögunnar er neðangreint viðhengi, þar sem sjá má tillögur í samhengi við áætlunina í heild sinni, eins og plaggið myndi líta út sem 3. útgáfa. Vakin er athygli á að atriði utan þeirra sem eru til skoðunar nú, verða tekin fyrir í heildstæðri endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun sem áætlað er að hefjist á haustdögum 2021.
Athugasemdir skulu sendar eigi síðar en 9. ágúst 2021. Athugasemdir má senda rafrænt með því að smella á hlekkinn að neðan eða í bréfpósti á skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabæ.
Frestur til að senda inn umsagnir er útrunninn.
Upplýsingar um forsögu breytingartillögunnar má nálgast hér.