Vonarskarð

Að Vonarskarði norðanverðu liggur vegslóði af Dyngjufjallaleið (F 910) vestan Skjálfandafljóts sem endar á bílastæði við Gjóstu. Að skarðinu sunnanverðu liggur slóði sem beygir af Sprengisandsleið við Skrokköldu, upp með Hágöngulóni og endar á bílastæði milli Kolufells og Svarthöfða. Vonarskarð er lokað umferð farartækja en gönguleiðir liggja inn að Hverahlíð frá Nýjadal, Gjóstu og Svarthöfða. Vinsamlega gangið aðeins á merktum göngustígum.

 

 

Nýidalur – Vonarskarð – Nýidalur

 

Vegalengd: 12,5 km (aðra leið)
Göngutími:  10 klst.
Erfiðleikastuðull gönguleiðar: Erfið leið (rauð)

Leiðin fylgir Mjóhálsi inn í Vonarskarð og að háhitasvæðinu í Hverahlíð þar sem er að finna fjölbreytilegar hveramyndanir. Af Mjóhálsi (hækkun 250 m) er stórbrotið útsýni yfir Nýjadal og á Tungnafellsjökul.

 

 

Gjósta – Vonarskarð – Gjósta 

Vegalengd: 8 km (aðra leið)
Göngutími:  3 klst.
Erfiðleikastuðull gönguleiðar: Erfið leið (rauð)

Leiðin liggur um Gjóstuklif niður í Vonarskarð og þaðan að háhitasvæðinu í Hverahlíð. Útsýni yfir Vonarskarð og vatnaskilin, auðnir og háhitasvæði.

 

Svarthöfði – Vonarskarð – Svarthöfði

Vegalengd: 8,5 km (aðra leið)
Göngutími:  2,5 klst.
Erfiðleikastuðull gönguleiðar: Erfið leið (rauð)

Gangið yfir skarðið milli Svarthöfða og Kolufells. Þaðan með hlíðum Skrauta inn Snapadal að háhitasvæðinu í Hverahlíð. Stórbrotið land, líparítskriður, fjallagróður og háhitasvæði.

 

Svarthöfði – Tvílitaskarð – Kvíarvatn

Vegalengd: 8,5 km (hringleið)
Göngutími:  3 klst.
Erfiðleikastuðull gönguleiðar: Erfið leið (rauð)

Hringleið um Kolufell. Útsýni yfir Vonarskarð, fjölbreytilegar móbergs- og líparítmyndanir, friðsælt fjallavatn.