Staðreyndir

Nokkrar staðreyndir um Vatnajökul

 • Flatarmál jökulsins: 7700 km2 (2021)
 • Rúmmál: 3000 km3 (~2017) sem samsvarar um eins cm hækkun sjávarborðs heimshafanna
 • Væri ísnum smurt yfir allt landið myndaði hann 30 m þykkt lag
 • Vatnsmagn jökulíssins samsvarar fimmtánfaldri meðalársúrkomu á allt Ísland, eða 1,7 milljörðum Laugardals- eða Kópavogssundlauga
 • Lengd jökulsins frá vestri til austurs: 143 km (Tungnaárjökull – Öxarfellsjökull)
 • Lengd frá suðri til norðurs: 98 km (Stórhöfðajökull í Öræfajökli – Dyngjujökull)
 • Hæsti tindur: Hvannadalshnjúkur: 2110 m
 • Lægsti  sporður: Breiðamerkurjökull, 260 m undir sjávarmáli
 • Hámarksþykkt: 950 m (í dal milli Kverkfjalla og Öræfajökuls)
 • Mesta mælda ársafkoma er 6–8 m vatnsgildis (10–13 m þykkt árlag) á Öræfajökli, mælt á árunum 1993–1998
 • Þyngd Vatnajökuls: Þrjú þúsund milljarðar tonna sem þrýsta landinu í miðjunni niður um 100 m
 • Fjöldi skriðjökla: um 40
 • Fjöldi megineldstöðva: Sjö (Öræfajökull, Bárðarbunga, Kverkfjöll, Grímsvötn, Þórðarhyrna, Hamarinn, Esjufjöll)
 • Fjöldi húsa á Vatnajökli: Sex (Grímsfjall 3, Esjufjöll, Goðahnjúkar, Kverkfjöll)

 

Tafla 2.1. Flatarmál Vatnajökuls á mismunandi tíma. Heimild: Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans.

Ár  flatarmál  (km2)
~1890   8723
1945   8294
1989   8193
2000   8190
2010   7967
2017   7676
2019   7720
2021   7698

 

Vatnajökull og helstu örnefni. Útlínur jökulsins á mismunandi tímum, grátt (mesta útbreiðsla), skærgræn lína (1945), ljósgrænt (2000), fjólublá lína (2014).Framhlaupsjöklar táknaðir með dökkgrænum lit. Öskjur eldstöðvanna táknaðar með þríhyrningum. Punktalínan inná jökli eru hjarnmörk (áætluð jafnvægislína) árið 2000. Heimild: Oddur Sigurðsson, Richard S. Williams Jr., og Skúli Víkingsson (2017).

Vatnajökull og helstu örnefni. Útlínur jökulsins á mismunandi tímum, grátt (mesta útbreiðsla), skærgræn lína (1945), ljósgrænt (2000),  fjólublá lína (2014).Framhlaupsjöklar táknaðir með dökkgrænum lit. Öskjur eldstöðvanna táknaðar með þríhyrningum. Punktalínan inná jökli eru hjarnmörk (áætluð jafnvægislína) árið 2000. Heimild: Oddur Sigurðsson, Richard S. Williams Jr., og Skúli Víkingsson (2017).

 

Kort sem sýnir útlínur þjóðgarðsins og eldstöðvakerfin. Heimild:Teiknað eftir korti Hauks Jóhannessonar og Kristjáns Sæmundssonar (2009).

Kort sem sýnir útlínur þjóðgarðsins og eldstöðvakerfin. Heimild: Teiknað eftir korti Hauks Jóhannessonar og Kristjáns Sæmundssonar (2009).

 

Vatnajökull séður utan úr geimi, 1. nóvember 2017. Öskjur Bárðarbungu, Grímsvatna og Öræfajökuls sjást greinilega. Heimild: https://landsat.usgs.gov/nasa.
Vatnajökull séður utan úr geimi, 1. nóvember 2017. Öskjur Bárðarbungu, Grímsvatna og Öræfajökuls sjást greinilega. Heimild: https://landsat.usgs.gov/nasa.