Hörfandi jöklar táknmerki

 

Verkefnið

Þessi fræðsluvefur er hluti af verkefninu Jöklar Íslands – lifandi kennslustofa í loftslagsbreytingum, hér eftir kallað Hörfandi jöklar. Verkefnið er samvinnuverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs og Veðurstofu Íslands, fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, og unnið í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands og Jöklahóp Jarðvísindastofnunar Háskólans. Markmið verkefnisins, sem er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum, er að auka vitund fólks um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla á Íslandi sem og annars staðar á jörðinni.

Vinir Vatnajökuls styrktu gerð fræðsluvefsins.

Vatnajökull og útlínur Vatnajökulsþjóðgarðs sýndar með skyggingu, ásamt nærliggjandi vernduðum svæðum.

Vatnajökull og útlínur Vatnajökulsþjóðgarðs sýndar með skyggingu, ásamt nærliggjandi vernduðum svæðum.