Laus störf: Yfirlandvörður á Breiðamerkursandi og mannvirkja- og gæðafulltrúi
Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins
Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins. Að staðaldri eru tæplega 30 manns við starf hjá þjóðgarðinum en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi yfir 100. Meginstarfsstöðvar eru í Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustri/Fellabæ, Höfn í Hornafirði, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri auk miðlægrar skrifstofu á Urriðaholti í Garðabæ. Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.
Laus störf í boði
Mannvirkja- og gæðafulltrúi
Leitað er að skipulögðum og drífandi einstaklingi í starf mannvirkja- og gæðafulltrúa. Starfsmaðurinn mun hafa umsjón með byggingaframkvæmdum og uppbyggingu innviða auk þess að sinna öryggis- og gæðamálum. Um nýtt starf er að ræða sem heyrir beint undir framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs.
Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2019.
Yfirlandvörður á Breiðamerkursandi
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf yfirlandvarðar á Breiðamerkursandi. Staðan er heilsársstaða, með aðsetur í Skaftafelli, en vinnan fer að mestu fram á Jökulsárlóni. Staða yfirlandvarðar á Breiðamerkursandi er tilvalin fyrir einstakling sem hefur áhuga á að gera landvörslu að heilsársstarfi. Vinna við deiliskipulag á Jökulsárlóni, og stjórnunar og verndaráætlun Breiðamerkursands, er í fullum gangi og hefur yfirlandvörður tækifæri á að taka þátt í mótun og skipulagningu á einstakri náttúruperlu Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2019.