Skólar
Vatnajökulsþjóðgarður leggur áherslu á samstarf við skóla á sem flestum skólastigum með móttöku skólahópa á öllum starfssvæðum, heimsóknum í skóla, fræðsluefni á vef og nemendaverkefnum á háskólastigi sem nýtast í starfi þjóðgarðsins.
Skólaheimsóknir
Vatnajökulsþjóðgarður tekur árlega á móti fjölmörgum skólahópum á öllum skólastigum í gestastofum garðsins og einnig heimsækja þjóðgarðsverðir og/eða landverðir skóla.
Skólahópar geta fengið kynningu á Vatnajökulsþjóðgarði, náttúru og starfi garðsins, náttúruvernd, sambúð manns og náttúru, umgengni við náttúrunna svo fátt eitt sé nefnt.
Vinsamlegast bókið skólaheimsóknir með góðum fyrirvara á hverju svæði með því að senda tölvupóst á gestastofur.
Fræðsluvefurinn Hörfandi jöklar
Fræðsa um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla á Íslandi sem og annars staðar á jörðinni.
Náttúra
Samspil elds og íss hefur skapað síbreytilegri og fjölbreyttari náttúru en finna má á nokkru öðru afmörkuðu svæði í heiminum. Hér má nálgast fræðslu um náttúru þjóðgarðsins.
Hvað er þjóðgarður?
Þjóðgarðar eru oftast stór svæði sem eru að mestu upprunalega eða lítt snortin og hafa sérstaka náttúru, lífriki, landslag, jarð- eða menningarminjar. Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður landsins og á heimsminjaskrá UNESCO fyrir einstaka náttúru. Hér er hægt að nálgast fræðslu um þjóðgarða.