Beint í efni

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum.

Holtasóley (mynd: Helga Árnadóttir)

Um heimsmarkmiðin

Starfssemi Vatnajökulsþjóðgarðs er víðfeðm og nær yfir fjölbreytt málefni. Heimsmarkmiðin falla því vel að starfinu og var unnið útfrá yfirlýstum markmiðum garðsins við val á áherslum og undirmarkmiðum innan þeirra. Markmið þjóðgarðsins samkvæmt Stjórnar- og verndaráætlun má lesa nánar um hér fyrir neðan.

Viltu kynna þér heimsmarkmiðin?

Hægt er að kynna sér heimsmarkmiðin í gegnum gátt á vef stjórnarráðsins.