Beint í efni
Gisting, skáli, FÍ, Nýidalur

Nýidalur og Tungnaáröræfi

Ferðafélag Íslands rekur gistiskála og tjaldsvæði í mynni Nýjadals. Þar eru vatnssalerni og sturtur, sjá nánar um skálann á www.fi.is. Hvorki er matsala né eldsneytissala í Nýjadal.

Á Tungnaáröræfum á Jöklarannsóknafélag Íslands skála. Hann er læstur en þar er þurrsalerni. Allar upplýsingar um skálann fást hjá jorfi hjá jorfi.is. Að öðru leyti er engin þjónusta á Tungnaáröræfum.