Beint í efni
B4

Fjallsárlón

Þessi gönguleið liggur um Fjallsárlón þar sem hægt er að virða fyrir sér fallegt lónið og Fjallsjökul.

Vegalengd
1,5 km
Áætlaður tími
45 mín.
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
x m
Tegund
Hringleið
Upphafsstaður
Bílastæði við Fjallsárlón

Gönguleiðin hefst vestan megin, fyrir aftan veitingastaðinn Frost en þar má sjá fræðsluskilti með upplýsingum um svæðið. Frá fræðsluskiltinu liggur merktur malarstígur niður að Fjallsárlóni. Á leiðinni niður að lóninu er komið að útsýnisstað þar sem má horfa yfir Hrútárjökul, Ærfjall, Fjallsjökul, Breiðamerkurfjall og Fjallsárlón. Síðan er haldið áfram eftir stígnum en rétt áður en komið er að lóninu kemur annar stikaður stígur sem liggur í austur, alla leiðina á Jökulsárlón. Í staðinn fyrir að beygja þennan slóða til hægri er haldið áfram meðfram lóninu þar til að hann beygir örlítið til vinstri og gengið er upp á smá hæð. Þegar komið er upp á hæðinni má sjá vegslóða sem áður var þjóðvegurinn. Gengið er eftir honum þar til komið er aftur að veitingastaðnum og bílastæðinu.

Tengdar gönguleiðir

B3

Breiðármörk

15 km
4-5 klst.
Krefjandi

Þessi 15 km gönguleið liggur milli Fjallsárlóns og Jökulsárlóns.