Beint í efni
B3

Breiðármörk

Þessi 15 km gönguleið liggur milli Fjallsárlóns og Jökulsárlóns.

Vegalengd
15 km
Áætlaður tími
4-5 klst.
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
390 m
Tegund
Aðra leið
Upphafsstaður
Vestri-Fellsfjara / Bílastæði við Fjallsárlón

Þó að Breiðármörk sé metin sem rauð gönguleið þá telst meirihluti hennar blár. Leiðin er stikuð yfir sanda, urðir og jökulgarða. Landið er ekki allt slétt og nokkuð grýtt á köflum. Þó eru engar teljandi hæðarbreytingar, né yfir óbrúaðar ár og læki að fara þannig að hún ber ekki með sér neina sérstaka erfiðleika fyrir göngufólk. Leiðin er tæplega 15 km löng og gera má ráð fyrir um 5 tímum til að ganga hana. Drykkjarvatn finnst ekki á leiðinni þannig að nauðsynlegt er að taka það með sér.
Hægt er að hefja gönguleiðina frá Vestri-Fellsfjöru eða frá bílastæði við Fjallsárlón.

Tengdar gönguleiðir

B1

Jökulsárlón

1,2 km
15 mín
Auðveld

Gengið er frá aðalbílastæði í norður í átt að jöklinum og upp á jökulruðninginn sem er kallaður Helguhóll.

B4

Fjallsárlón

1,5 km
45 mín
Krefjandi

Þessi gönguleið liggur um Fjallsárlón þar sem hægt er að virða fyrir sér fallegt lónið og Fjallsjökul.

B2

Eystri-Fellsfjara

1 km
40 mín.
Auðveld

Falleg gönguleið sem liggur um Eystri-Fellsfjöru þar sem virða má fyrir sér ísjaka í svörtum sandi.

Kortabæklingur