Beint í efni
Ö1

Herðubreiðarlindir - Bræðrafell

Gönguleið frá Herðubreiðarlindum yfir í Bræðrafell. Ef ganga á að Bræðrafelli við Kollóttudyngju er gengið frá uppgöngustað á Herðubreið, um Flötudyngju að skála Ferðafélags Akureyrar sem stendur austan við Bræðrafell. Leiðin er stikuð og tekur gangan 7-9 klst. úr Herðubreiðarlindum.

Í Ódáðahrauni er lítið um vatn en stundum má finna snjó ofan til í fjöllum fram eftir sumri. Göngufólk verður því að bera með sér vatn.

Vegalengd
18.3 km
Áætlaður tími
7-9 klst
Erfiðleikastig
Krefjandi

Kortabæklingur