Beint í efni

Askja og Herðubreiðarlindir

Ferðafélag Akureyrar rekur gistiskála í Herðubreiðarlindum og við Drekagil nærri Öskju. Við skálana eru tjaldsvæði. Þar eru líka vatnssalerni og sturtur. Það er engin eldsneytissala í Drekagili og Herðubreiðarlindum. Sumarið 2023 er fyrirhugað að opna litla veitingasölu í Drekagili.

Allar upplýsingar um skálana og tjaldsvæði má nálgast á heimasíðu Ferðafélags Akureyrar, www.ffa.is.

Fleiri skálar eru á hálendinu norðan Vatnajökuls sem nýst gætu ferðalöngum á svæðinu:

  • Suðurárbotnar: Þar er skáli Ferðafélags Akureyrar. Skálinn er ólæstur. Panta þarf afnot og gistingu í skálanum hjá ferðafélaginu.
  • Dyngjufjalladalur: Þar er skáli Ferðafélags Akureyrar. Skálinn er ólæstur. Panta þarf afnot og gistingu í skálanum hjá ferðafélaginu.
  • Bræðrafell: Þar er skáli Ferðafélags Akureyrar. Skálinn er læstur. Panta þarf afnot og gistingu í skálanum hjá ferðafélaginu. Einungis er hægt að komast að skálanum gangandi.
  • Kistufell: Þar er skáli sem Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit hefur umsjón með. Skálinn er opinn en hafa þarf samband við sveitina fyrir afnot af skálanum.
  • Gæsavötn: Þar er skáli Gæsavatnafélagsins. Skálinn er læstur og hafa þarf samband við félagið fyrir afnot af skálanum.