Gljúfrastofa

Gljúfrastofa í ÁsbyrgiAfgreiðslutími í Gljúfrastofu árið 2018:
 
8. janúar - 30. apríl: 11-15 virka daga
1. maí - 20. maí: 10-16
21. maí - 31. ágúst: 9-18
1. september - 30.september: 10-16
1. október - 31. október: 11-15
1. nóvember - 20. desember: Liggur ekki fyrir
21. desember - 31. desember: Lokað
 
Ákvörðun um afgreiðslutíma á árinu 2019 bíður rekstraráætlunar fyrir það ár.
 

 

Gljúfrastofa í Ásbyrgi er gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um þjóðgarðinn og nágrenni hans; gönguleiðir, náttúrufar, sögu, þjónustu og afþreyingu. 

Í Ásbyrgi er stórt tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla. Í Vesturdal er fallegt tjaldsvæði en þjónusta minni. Tjaldsvæðið í Ásbyrgi er opið frá 15. maí til 30. september og í Vesturdal frá byrjun júní til 15. september, með þjónustu og gæslu (ef veður leyfir). Hafa þarf samband við þjóðgarðsvörð ef gestir hyggjast dveljast í þjóðgarðinum utan þjónustutíma tjaldsvæða eða nýta sér Gljúfrastofu. Starfsmenn þjóðgarðsins bjóða skipulagðar gönguferðir og sérstök dagskrá fyrir börn.

Vatnajökulsþjóðgarður er samstarfsaðili Fálkaseturs Íslands í Ásbyrgi. Vefsíða setursins er www.falkasetur.is                    
                                                    
 
Almennar upplýsingar: Gljúfrastofa Ásbyrgi, 671 Kópaskeri  |  Sími: 470-7100 | asbyrgi@vjp.is