Fréttir

Plastlaus september - Svalaferna frá 9. áratugnum í Skaftafelli

Í Austurbrekkum Skaftafellsheiðar, rétt áður en komið var að Sjónarnípu, fann landvörður fyrir stuttu svalafernu við stíginn. Fernan var að mestu grafin ofan í mold og stóð bláendinn uppúr. Það þykir kannski ekki merkilegt að tína upp eina, tóma, svalafernu því eins leitt og það er, þá er ruslatínsla enn hluti af reglulegum verkum landvarða. Það sem vakti hins vegar athygli landvarðarins var útlit fernunnar.
Lesa meira

 Sprungan á Snæfelli – 90m frá aðalgönguleið

Landverðir í Snæfelli hafa metið aðstæður á fjallinu eftir að sprunga fannst nálægt aðalgönguleiðinni á fjallið 24.ágúst síðastliðinn. Sprungan er um 90 metra frá aðalgönguleiðinni og ef skyggni er gott þá sést hún vel, meðan að ekki bætir í snjó.
Lesa meira

Stjórn og svæðisráð í Snæfelli

Seinnihluta ágústmánaðar fundaði stjórn Vatnajöklsþjóðgarðs á austursvæði þjóðgarðsins ásamt því að fara í vettvangsferð í Snæfell og nágrenni.
Lesa meira

Sprunga á gönguleið á Snæfell

Göngufólk á leið á Snæfell er beðið að gæta fyllstu varúðar í göngu sinni á fjallið á næstunni. Eins og aðstæður eru núna þarf að gæta meiri varúðar en oft áður, göngufólk þarf meiri reynslu og búnað fyrir gönguna en áður hefur verið ráðlagt.
Lesa meira

Ný göngubrú í Eystragili í Skaftafelli

Vikuna 7.-13. ágúst komu í Skaftafell galvaskir sjálfboðaliðar frá Umhverfisstofnun til að skipta um göngubrú í Eystragili í Skaftafellsheiðinni
Lesa meira

Utanvegaakstur norðan Vatnajökuls

Í vikunni kom upp alvarlegt mál vegna utanvegaaksturs á hálendinu norðan Vatnajökuls.
Lesa meira

Alþjóðadagur landvarða

Alþjóðadagur landvarða er haldinn hátíðlega til að fagna störfum landvarða um allan heim sem leggja sig alla fram við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti
Lesa meira

Mikilvægar upplýsingar um vegi norðan Vatnajökuls

Landverðir á hálendi norðan Vatnajökuls vilja koma á framfæri mikilvægum upplýsingum um vegi norðan Vatnajökuls. Um er að ræða veg F910 (Dyngjufjallaleið) og Gæsavatnaleið. Snjó hefur tekið seint um á sumum leiðum og því er mikilvægt að afla sér upplýsinga um aðstæður áður en lagt er af stað. Einnig óska landverðir eftir að fá upplýsingar frá þeim sem um háldendisvegina til að geta stöðugt verið með nýjustu upplýsingar.
Lesa meira

Þriðja útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs

Breytingar hafa verið gerðar á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lesa meira

Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið skoðar stofnanaskipulag

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsáðherra hefur ákveðið að taka til skoðunar stofnanaskipulag ráðuneytisins með það að markmið að efla og styrkja starfsemi stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Ráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun vinnu sem nú er hafin við að greina umbótatækifæri og áskoranir sem felast í núverandi stofnanakerfi ráðuneytisins.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?