Fréttir

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði 2021

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði eru laus til umsóknar. Auglýst er eftir landvörðum, þjónustufulltrúum og verkamönnum. Sótt er um í gegnum vef Starfatorgs.
Lesa meira

Auglýsing: Viðauki við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, vegna Breiðamerkursands

Viðauki við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs vegna Breiðamerkursands er nú kominn í opið samráðsferli. Breiðamerkursandur varð hluti af Vatnajökulsþjóðgarði um mitt ár 2017 og fljótlega eftir það hófst undirbúningur fyrir gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir svæðið. Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir athugasemdum við viðaukann ekki seinna en 15. mars n.k.
Lesa meira

Vinnustofa um gerð íshellanámskeiðs

Íshellaferðir hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Til að auka öryggi og þekkingu hefur AIMG (félag fjallaleiðsögumanna) ákveðið að búa til íshellanámskeið fyrir þá sem leiðsegja í íshellum.
Lesa meira

Tilkynning um niðurfellingu fjöldatakmarkana í íshella 2020 - 2021

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur ákveðið eftir tillögu svæðisráðs suðursvæðis að fella nú þegar niður fjöldatakmarkanir í samningum sem gerðir voru við fyrirtæki í atvinnutengdri starfsemi í íshellaferðir og jöklagöngur veturinn 2020 – 2021. Að öðru leyti gilda áðurnefndir samningar um atvinnutengda starfsemi.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður hluti af nýrri starfsstöð við Mývatn

Ríkissjóður hefur gengið frá kaupum á fasteigninni Hótel Gíg á Skútustöðum í Mývatnssveit. Með því er fengin niðurstaða um framtíðaraðstöðu fyrir meginstarfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Norðausturlandi og starfsaðstöðu annarra stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í Mývatnssveit, sem eru Umhverfisstofnun, Landgræðslan og Rannsóknastöðin við Mývatn (Ramý).
Lesa meira

Laust starf: Lögfræðingur

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starfs lögfræðings á miðlægri skrifstofu þjóðgarðsins. Leitað er að drífandi einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni sem unnin eru þvert á starfsstöðvar þjóðgarðsins.
Lesa meira

Jóla- og nýárskveðja Vatnajökulsþjóðgarðs

Vatnajökulsþjóðgarður óskar gestum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður og heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum.
Lesa meira

Vegna umfjöllunar um atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs

Vegna umfjöllunar um atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs vill þjóðgarðurinn rekja það samráð og ferli sem hefur átt sér stað. Samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð ber fyrirtækjum sem starfa innan þjóðgarðsins að hafa samninga um þá starfsemi og því hefur það verið skýrt í langan tíma að þörf væri á atvinnustefnu innan garðsins. Það var ekki síst vegna þrýstings frá ferðaþjónustuaðilum að kraftur hefur verið settur í verkefnið á suðursvæði Vatnajökulsþjóðagarðs en þar hafa fyrirtækin kallað eftir skýrum og gegnsæjum leikreglum.
Lesa meira

Lokanir yfir jól & áramót

Lokanir í gestastofum og á annarri þjónustu í Vatnajökulsþjóðgarði yfir jól og áramót.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?