Beint í efni

Vetraropnun í Gljúfrastofu

Vetur er nýgenginn í garð og því ekki úr vegi að minna á vetrarþjónustu í Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Ef frá eru taldir nokkrir dagar í kringum jól og áramóta þá verður Gljúfrastofa opin alla virka daga í vetur frá 11 til 15.

1. nóvember 2018

Vetur er nýgenginn í garð og því ekki úr vegi að minna á vetrarþjónustu í Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Ef frá eru taldir nokkrir dagar í kringum jól og áramóta þá verður Gljúfrastofa opin alla virka daga í vetur frá 11 til 15.

Ferðaþjónustuaðilar, skólastofnanir og aðrir sem eru á ferðinni með hópa utan auglýsts afgreiðslutíma geta haft samband við Gljúfrastofu (470 7100 eða [email protected]) og munu starfsmenn þjóðgarðsins þá gera hvað þeir geta til að taka á móti þeim. Móttaka um helgar er möguleg ef fyrirspurn berst með góðum fyrirvara.

Að lokum er rétt að minna á árlegan jólamarkað í Gljúfrastofu en að þessu sinni er hann laugardaginn 15. desember.

AFGREIÐSLUTÍMI GLJÚFRASTOFU