Beint í efni

Þrívíddarkort af gönguleiðum

Í samstarfi við Landmælingar Íslands eru komin út þrívíddarkort af gönguleiðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Kortin eru ný og spennandi leið til að skipuleggja ferðalög innan garðsins. Með kortunum má til að mynda sjá vel hækkanir á gönguleiðum og brattlendi.

4. júní 2020

Þrívíddarkort af göngusvæðum

Við mælum með að nota Chrome vafrann til að njóta kortanna.

Notið hægri bendilinn til að færa ykkur um kortið og þann vinstri til að snúa því, þysjið svo inn og út til að ferðast um kortið.

Hér er hægt að nálgast alla gönguleiðabæklinga og hlaða niður.

GÖNGULEIÐAKORT

Hér er hægt að skoða Vatnajökulsþjóðgarð í kortasjá.

KORTASJÁ

Fjölbreyttar gönguleiðir eru í boði um allan Vatnajökulsþjóðgarð. Gönguleiðirnar eru flokkaðar og merktar samkvæmt erfiðleikastuðli og ættu allir að geta fundið gönguleið við sitt hæfi. Hægt er að fá frekari upplýsingar í gestastofum okkar, hjá landvörðum eða með því að hafa samband í gegnum [email protected]