Beint í efni

Stuðningur við loftslagsyfirlýsingu Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Föstudaginn 26. febrúar var undirrituð loftslagsyfirlýsing Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Markmið verkefnisins er að samvinna Festu, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og fyrirtækja og stofnana á svæðinu í umhverfis og loftslagsmálum.

26. febrúar 2021
Fulltrúar þeirra fyrirtækja og stofnana sem undirrituðu yfirlýsinguna. Mynd: Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir.

Föstudaginn 26. febrúar var undirrituð loftslagsyfirlýsing Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Markmið verkefnisins er að samvinna Festu, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og fyrirtækja og stofnana á svæðinu í umhverfis og loftslagsmálum. Lögð er áhersla á að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að :

  1. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
  2. Minnka myndun úrgangs
  3. Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.

Vatnajökulsþjóðgarður fagnar yfirlýsingu Sveitarfélagsins Hornafjarðar og styður verkefnið enda er sjálfbær þróun og vernd náttúrunnar höfð að leiðarljósi í allri starfsemi, samvinnu og ákvarðanatöku stofnunarinnar. Stefna Vatnajökulsþjóðgarðs er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og að vera öflugur í að miðla fræðslu til almennings um loftslags- og umhverfismál. Þjóðgarðurinn hefur sett sér markmið bæði í umhverfis-, loftlags-, innkaupa- og samgöngustefnu. Þjóðgarðurinn vinnur einnig markvisst umhverfisstarf samkvæmt Grænum skrefum ríkisstofnana. Innleiða á fjórða græna skrefið af fimm á árinu.

Yfirlýsing Sveitarfélagsins Hornafjarðar og stuðningur þjóðgarðsins við verkefnið, ásamt skýrri leiðsögn Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, gefur því tækifæri á enn öflugri og jákvæðari framgangi í átt að sjálfbærara samfélagi.

Steinunn Hödd Harðardóttir, starfandi þjóðgarðsvörður á suðursvæði, undirritaði yfirlýsinguna fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs.

Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Steinunn Hödd Harðardóttir, starfandi þjóðgarðsvörður á suðursvæði, undirritar yfirlýsinguna fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs.