Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum.

 

Um heimsmarkmiðin

 

Starfssemi Vatnajökulsþjóðgarðs er víðfeðm og nær yfir fjölbreytt málefni. Heimsmarkmiðin falla því vel að starfinu og var unnið útfrá yfirlýstum markmiðum garðsins við val á áherslum og undirmarkmiðum innan þeirra. Markmið þjóðgarðsins samkvæmt Stjórnar- og verndaráætlun má lesa nánar um hér.

 

 

Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar

Undirmarkmið

3.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi ótímabærum dauðsföllum af völdum annarra sjúkdóma en smitsjúkdóma verið fækkað um þriðjung með fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð og stuðlað að geðheilbrigði og vellíðan. 


- Vatnajökulsþjóðgarður styður við lýðheilsu með fjölbreyttum útivistarmöguleikum um allan garðinn.

- Þjóðgarðurinn hvetur starfsfólk til að ganga eða hjóla til og frá vinnu. Starfsfólk sem að jafnaði notar slíkan vistvænan samgöngumáta hefur þann möguleika að fá greiddan útlagðan kostnað skv. reikningi, þó að hámarki þá upphæð sem nemur andvirði árskorts í strætisvagna, sjá nánar í Samgöngustefnu.

 

 

 

 

 

 

Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi

Undirmarkmið 

4.7   Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar.


- Eitt helsta markmið Vatnajökulsþjóðgarðs er fræðsla og vinnur þjóðgarðurinn eftir fræðsluáætlun og fræðslustefnu. Markmið þjóðgarðsins er að móta jákvætt og skapandi umhverfi með virkri fræðslu fyrir gesti, skóla og nærsamfélag. Veita skal fræðslu um náttúru, náttúruvernd, loftslagsmál, sögu, mannlíf og menningarminjar og einnig skal stuðla að rannsóknum til að efla þekkingu á þessum þáttum.

- Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs fá markvissa fræðslu og þjálfun til að ná árangri í starfi. Litið er á aukna þekkingu sem fjárfestingu til framtíðar. Starfsþróun er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda og byggist á frammistöðu og virkri endurgjöf.  Sjá nánar í mannauðsstefnu.

 

 

 

Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld

Undirmarkmið

5.c Sett verði öflug stefna og raunhæf lög sem stuðla að kynjajafnrétti og styrkja stöðu kvenna og stúlkna á öllum sviðum.  


- Vatnajökulsþjóðgarður hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi þjóðgarðsins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.

- Vatnajökulsþjóðgarður vinnur eftir Jafnréttisstefnu 

 

 

 

 

 

 

 

Tryggja aðgengi að og sjálfbæra nýtingu, allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu

Undirmarkmið

6.3   Eigi síðar en árið 2030 verði vatnsgæði aukin með því að draga úr mengun, útiloka óæskilega sorplosun og lágmarka losun hættulegra efna og efnablandna. Hlutfall óunnins skólps og frárennslisvatns verði minnkað um helming og endurvinnsla og örugg endurnýting aukin til muna um heim allan. *Eitt af forgagnsmarkmiðum Íslands

6.6   Eigi síðar en árið 2020 verði unnið að úrræðum til að vernda og endurheimta vatnstengd vistkerfi, þ.m.t. fjalllendi, skóga, votlendi, ár, grunnvatnsból og vötn. *Eitt af forgagnsmarkmiðum Íslands


- Sjálfbær þróun og vernd náttúrunnar er höfð að leiðarljósi í allri starfsemi, samvinnu og ákvarðanatöku stofnunarinnar. Sjá nánar í Umhverfisstefnu

- Vatnajökulsþjóðgarður mun vinna samkvæmt gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ISO 9001 og ISO 14 001.

- Vatnajökulsþjóðgarður vill tryggja öllum gestum aðgang að hreinu drykkjarvatni sem hluta af grænum skrefum.

- Vatnajökulsþjóðgarður tekur þátt í nýsköpun með þurrsalerni á svæðum þar sem aðgengi að vatni og rafmagni er takmarkað.

 

 

Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði

Undirmarkmið

7.2 Eigi síðar en árið 2030 hafi hlutfall endurnýjanlegrar orku af orkugjöfum heimsins aukist verulega. *Eitt af forgagnsmarkmiðum Íslands


Vatnajökulsþjóðgarður vinnur eftir  loftslagsstefnu og  umhverfisstefnu og stefnir á orkuskipti í samgöngum og að minnka orkunotkun og fara í orkusparandi aðgerðir t.d. að nota varmadælur á svæðum þar sem húsnæði er kynnt er með rafmagni og fara í orkusparandi aðgerðir þar sem olía og gas er notuð á hálendi.

 

 

 

 

 

 

 

Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla

Undirmarkmið

8.2       Aukinni framleiðni í atvinnulífinu verði náð með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun, meðal annars með því að beina athygli að vinnuaflsfrekum geirum sem fela í sér mikinn virðisauka.

8.9       Eigi síðar en árið 2030 hafi verið mótuð og innleidd stefna í því skyni að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu sem skapar störf og leggur áherslu á staðbundna menningu og framleiðsluvörur. 


- Að leitast við að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins, m.a. með því að hvetja til sjálfbærrar nýtingar gæða svæðisins er eitt af markmiðum með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs skv. lögum.

- Vatnajökulsþjóðgarður vinnur eftir innkaupastefnu og atvinnustefnu.

 

 

 

Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun

Undirmarkmið

9.1       Þróaðir verði traustir innviðir, sjálfbærir og sveigjanlegir, hvort sem er staðbundnir eða yfir landamæri, í því skyni að styðja við efnahagsþróun og velmegun þar sem lögð verði áhersla á jafnt aðgengi á viðráðanlegu verði fyrir alla.


- Vatnajökulsþjóðgarður tekur þátt í nýsköpun með þurrsalerni þar sem aðgengi að vatni og rafmagni er takmarkað.

- Vatnajökulsþjóðgarður tekur þátt í Opinberri nýsköpun með verkefninu sjálfvirk innheimta og aðgangsstýring í Vatnajökulsþjóðgarði.

- Vatnajökulsþjóðgarður tekur þátt í samstarfshóp um eflingu fagþekkingar, hönnunar og samræmingu við uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum á ferðamannastöðum

 

 

 

 

Gera borgir og íbúðasvæði öllum mönnum auðnotuð, örugg, viðnámsþolin og sjálfbær

Undirmarkmið

11.4     Blásið til sóknar til þess að vernda og tryggja náttúru- og menningararfleifð heimsins.

11.7.a    Stutt verði við jákvæð efnahags-, félags- og umhverfisleg tengsl milli þéttbýlis, þéttbýlla svæða í borgarjaðri og dreifbýlissvæða með því að styrkja áætlanir um byggðaþróun á landsvísu og innan svæða.


- Að leitast við að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins, m.a. með því að hvetja til sjálfbærrar nýtingar gæða svæðisins er eitt af markmiðum með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs skv. lögum.

- Vatnajökulsþjóðgarður er skráður á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna síðan 2019 sem er samningur um verndun náttúru- og menningararleifðar heimsins.

 

 

 

 

Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð

Undirmarkmið

12.2     Eigi síðar en árið 2030 verði markmiðum um sjálfbæra og skilvirka nýtingu náttúruauðlinda náð. 

12.7     Stuðlað verði að sjálfbæru verklagi við opinber innkaup í samræmi við innlenda stefnu og forgangsröðun. 

12.8     Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að fólk um allan heim sé upplýst og meðvitað um sjálfbæra þróun og hvernig það getur lifað í sátt við náttúruna.  


- Vatnajökulsþjóðgarður tekur þátt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Vatnajökulsþjóðgarður stefnir á að ljúka öllum skrefunum fyrir árslok 2021.

  - Vatnajökulsþjóðgarður vinnur eftir Innkaupastefnu.

-  Fræðsla til innlendra og erlendra gesta þjóðgarðsins byggir á að efla þekkingu þeirra á árifum mannsins á umhverfið og sjálfbæra þróun sbr. fræðsluáætlun og fræðslustefnu.

 

 

 

 

 

Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra

Undirmarkmið

13.2     Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finna í landsáætlunum, stefnumótunum og skipulagi.

13.3     Menntun verði aukin til að vekja fólk til meðvitundar um hvernig mannauður og stofnanir geta haft áhrif og brugðist við loftslagsbreytingum, þar á meðal með snemmbúnum viðbúnaði og viðvörunum.


-  Ráðstafanir vegna loftslagsbreytingar eru að finna í stjórnunar- og verndaráætlun þjóðarðsins, loftslagsstefnu, umhverfisstefnu samgöngustefnu og með þátttöku í grænum skrefum.

-  Vatnajökulsþjóðgarður tekur þátt í fræðsluverkefninu Hörfandi jöklum. Verkefnið er samvinnuverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs og Veðurstofu Íslands, fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

- Eitt helsta markmið Vatnajökulsþjóðgarðs er fræðsla og vinnur þjóðgarðurinn eftir fræðsluáætlun og fræðslustefnu.

 

 

 

Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sjálfbærristjórnun skógarauðlindarinnar, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni

Undirmarkmið

15.1 Eigi síðar en árið 2020 verði vistkerfi á landi og í ferskvatni vernduð og stuðlað að sjálfbærri nýtingu þeirra og endurheimt, einkum skóga, votlendis, fjalllendis og þurrkasvæða, í samræmi við skuldbindingar samkvæmt alþjóðasamningum.

15.3     Eigi síðar en árið 2030 verði barist gegn eyðimerkurmyndun, leitast við að endurheimta hnignandi land og jarðveg, þ.m.t. land sem er raskað af eyðimerkurmyndun, þurrkum og flóðum, og unnið að því að koma á jafnvægi milli hnignunar og endurheimtar lands í heiminum. 

15.5     Gripið verði til brýnna og nauðsynlegra aðgerða til að sporna við hnignun náttúrulegra búsvæða og líffræðilegrar fjölbreytni. Eigi síðar en árið 2020 verði gripið til aðgerða til að vernda tegundir í bráðri hættu og koma í veg fyrir útrýmingu þeirra.

 15.8     Gripið verði til ráðstafana eigi síðar en árið 2020 til að koma í veg fyrir aðflutning ágengra, framandi tegunda og dregið verulega úr áhrifum þeirra á vistkerfi á landi og í vatni. Tegundunum efst á lista verði útrýmt eða útbreiðslu þeirra eða fjölgun stýrt. 


- Í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð kemur fram að markmið verndunar sé meðal annars að vernda náttúru svæðisins, svo sem landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar og leitast sé við að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins, m.a. með því að hvetja til sjálfbærrar nýtingar gæða svæðisins.

- Vatnajökulsþjóðgarður er friðlýst svæði sem þjóðgarður skv. 47. gr. náttúruverndarlaga til þess að vernda heildstæð náttúruleg vistkerfi, jarðminjar, landslag og menningarminjar sem einkenna svæðið og tryggja aðgang almennings að því til útivistar og til þess að kynnast náttúru og sögu svæðisins. Leggja skal áherslu á fræðslu og upplýsingar í þessu skyni.

- Samkvæmt stjórnunar- og verndaráætlun  þjóðgarðsins varðandi lífríki er miðað að því að tryggja verndun svæða með fjölbreytt, viðkvæmt og sérstakt lífríki og tryggja viðgang náttúrulegra þróunarferla. Jafnframt að vernda lífríki votlendis, stöðva gróður- og jarðvegseyðingu og stuðla að vistheimt raskaðra vistkerfa og kortleggja og bregðast við úrbreiðslu ágengra tegunda til að tryggja lífbreytileika.

.

 

 

 

Blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og grípa til aðgerða

Undirmarkmið

17.17   Hvetja til skilvirkra samstarfsverkefna hjá hinu opinbera, milli opinbera geirans og einkaaðila og á meðal borgaranna og styðja við slík verkefni. Við framkvæmd þeirra verði byggt á reynslu af samstarfsverkefnum almennt og útsjónarsemi höfð í fyrirrúmi.


- Samstarf um náttúruvernd

Við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs var gerður samningur við Umhverfisstofnun. Í samningnum er kveðið á um að Vatnajökulsþjóðgarður annist rekstur nokkurra friðlýstra svæða utan þjóðgarðs. Síðan þá hafa nokkur þessara svæða sameinast þjóðgarðinum en þau sem           samningurinn nær enn yfir eru: Lónsöræfi og Kringilsárrani.

Auk reksturs þessara svæða eru vestursvæði þjóðgarðsins og Umhverfisstofnun í samstarfi um landvörslu og upplýsingagjöf á suðurhálendinu og láglendi Skaftárhrepps. Landverðir beggja stofnana sinna sameiginlega upplýsingagjöf í Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum og sinna reglubundinni vegalandvörslu á aðkomuleiðum inn á vestursvæði þjóðgarðsins og inn í Friðland að Fjallabaki. 

Þjóðgarðurinn á einnig í formlegu samstarfi við Fljótsdalshrepp um landvörslu við Hengifoss hluta úr ári. 

 

Af fleiri samstarfsverkefnum má nefna

 

 • Aðild að stjórn Nýheima þekkingarseturs á Hornafirði – samstarfsflötur fyrir fagstofnanir og aðila í héraði.
 • ASCENT, evrópskt samstarfsverkefni um þróun og eflingu fagþekkingar í náttúruvernd, styrkt af norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPA)  Á vegum þessa verkefnis hafa starfsmenn þjóðgarðsins sótt námskeið í stígagerð, grjóthleðslu og stýringu ferðamanna, bæði utan og innan landsteinana.
 • Áfangastaðaáætlanir (DMP).
 • Viljayfirlýsing með Landmælingum Íslands á sviði korta- og landupplýsingamála
 • Sett var upp hleðslustöð við Jökulsárlón í samstarfi við Orku náttúrunnar 
 • CINE – Tenging náttúru- og menningarminja í umhverfi Norðurslóða
 • CLIMATE – Verkefni styrkt af norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPA). Suðursvæði þjóðgarðsins ásamt Náttúrustofu Suðausturlands. 3 ára verkefni sem hófst 2017
 • Markaðsstofa Norðurlands: Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way).
 • Samstarf við Austurbrú um sóknaráætlun Austurlands.
 • Safe travel
 • Norræn vinnuhópur um lífbreytileika og menningarminjar
 • Samstarfshópur INR og UAR um eflingu fagþekkingar, hönnunar og samræmingar við uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum 
 • Vatnajökulsþjóðgarður er aðili að EUROPARC
 • Samstarf við Umhverfisstofnun og Þjóðgarðinn á Þingvöllum um ýmis tengd verkefni s.s. landvörslu, klæðnað, öryggisnámskeið, sjálfboðaliða, landvörslunámskeið ofl.
 • Samstarfi við Landgræðsluna varðandi ýmis mál og hýsing starfsmanns þeirra í Gljúfrastofu
 • Samstarf við Ferðafélag Íslands um mannvirki á hálendinu ofl.
 • Samstarf við Þjóðgarðstofnun Bandaríkjanna um fræðslu ofl.
 • Samstarf við Samtök ferðaþjónustunnar um ýmis málefni
 • Samstarf við þau sveitarfélög sem eiga lögsögu í þjóðgarðinum um ýmis verkefni
 • Samstarf við Rögnvald Ólafsson og Gyðu Þórhallsdóttur um talningar á ökutækjum og ferðamönnum í Vatnajökulsþjóðgarði