Beint í efni

Samráðsfundir um atvinnustefnu

Stjórn þjóðgarðsins vinnur nú að mótun atvinnustefnu og vill tryggja að tekið sé tillit til sjónarmiða hagsmunaaðila við mótun hennar, samhliða vernd þjóðgarðsins.

20. febrúar 2019

Vatnajökulsþjóðgarði hefur frá upphafi verið ætlað að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins, m.a. með því að hvetja til sjálfbærrar nýtingar gæða svæðisins en sérstakt ákvæði þess efnis kom inn í lög um þjóðgarðinn við breytingu árið 2016.

Stjórn þjóðgarðsins vinnur nú að mótun atvinnustefnu og vill tryggja að tekið sé tillit til sjónarmiða hagsmunaaðila við mótun hennar, samhliða vernd þjóðgarðsins.

Lögð er áhersla á að eiga gott samstarf við alla þá sem nýta þjóðgarðinn beint eða óbeint til atvinnusköpunar. Þeim og öðrum sem áhuga hafa er boðið til samráðsfunda þar sem efnisatriði atvinnustefnunnar verða rædd.

Fundir verða haldnir á öllum rekstrarsvæðum þjóðgarðsins, auk þess sem haldinn verður einn fundur í Reykjavík. Að auki verður boðið upp á vefkönnun þar sem leitað er eftir sjónarmiðum um sömu efni og tekin verða til umræðu á samráðsfundum.

Allar nánari upplýsingar má finna á þessari síðu: Samráð um atvinnustefnu